Eyjastelpur þurftu að sætta sig við tap gegn Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna í gær. ÍBV komst yfir með marki Cloe Lacasse en Harpa �?orsteinsdóttir sá til þess að leikar voru jafnir þegar gengið var frá velli í hálfleik, átjánda mark hennar í sumar. Donna Key Henry tryggði síðan Stjörnunni sigurinn í seinni hálfleik, átta mínútum fyrir leikslok. Nú þegar þrettán umferðum er lokið er Stjarnan með fimm stiga forskot á Breiðablik á toppnum á meðan ÍBV siglir lygnan sjó um miðja deild.
Næsti leikur ÍBV er á Skaganum 31. ágúst kl. 17:00.