ÍBV vann sinn þriðja sigur í kvennaboltanum í röð í gær á móti FH. Liðið sigraði FH með tveimur mörkum gegn engu, í síðustu þremur leikjum hefur liðið skorað 12 mörk og ekki fengið á sig eitt einasta.
Stelpurnar virðast vera að finna sig á ný eftir frekar erfiða byrjun. Cloe Lacasse skoraði fyrsta markið eftir rúma mínútu með föstu skoti eftir einleik. Hún krækti síðan í vítaspyrnu í seinni hálfleik eftir einleik. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði af miklu öryggi úr vítaspyrnunni og tveggja marka sigur því staðreynd.
Hér má sjá myndir úr leiknum sem �?skar Pétur Friðriksson tók.