Stelpurnar úr leik
15. nóvember, 2015
ÍBV og Knjaz Milos mættust í síðari leik liðanna í Áskor­enda­bik­ar Evr­ópu í kvöld þar sem ÍBV hefði þurft að sigra með þriggja marka mun til að komast áfram en það var lið Knjaz Milos sem sigraði, 31-28 og unnu samanlagt einvígið með fimm mörkum. �?ar með eru Eyjastelpur úr leik.
Serbarnir byrjuðu betur og voru með fjögurra marka forskot þegar nítján mínútur voru liðnar af leiknum en þá tók Hrafnhildur �?sk Skúladóttir, þjálfari ÍBV leikhlé. �?að skilaði sér vel og náði ÍBV að skora fjögur mörk á móti einu frá Serbunum en þá fékk þjálfari Serbanna nóg og tók leikhlé. Stelpurnar náðu að jafna leikinn þegar skammt var til hálfleiks, 14-14 en staðan þegar flautað var til hálfleiks var 15-15.
Síðari hálfleikur var virkilega spennandi og var allt í járnum framan af en það var ekki fyrr en að tæpt korter var eftir að leiknum að Serbarnir náðu yfirhöndinni.
�?egar sjö mínútur voru eftir að leiknum voru Serbarnir komnir með fjögurra mark forskot 28-24 og vonin orðin veik hjá ÍBV. �?ær náðu að minnka muninn í tvö mörk þegar tvær mínútur voru eftir en lengra komust þær ekki og lokatölur 31-28.
Mörk ÍBV skoruðu þær; Ester �?skarsdóttir 7, Vera Lopes 6, Greta Kavaliauskaite 5, Díana Dögg Magnúsdóttir 4, Kristrún �?sk Hlynsdóttir 2, Telma Amado 2, Drífa �?orvaldsdóttir 1 og Sandra Gísladóttir 1.

Tengdar fréttir

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst