Stelpurnar í knattspyrnuliði ÍBV jöfnuðu í dag besta árangur félagsins frá upphafi í Íslandsmóti kvenna með því að tryggja sér annað sætið. Það gerðu þær með því að leggja KR að velli 8:0 en ÍBV endaði með 38 stig, rétt eins og Stjarnan en ÍBV var með betri markatölu. Það er óhætt að segja að landslagið sé mikið breytt í kvennaboltanum, Þór/KA Íslandsmeistari og ÍBV í öðru sæti, eitthvað sem hefði verið óhugsandi fyrir ekki svo mörgum árum síðan.