Í blíðskaparveðri á Hásteinsvelli í dag, þurftu ÍBV stúlkur að sætta sig við tap í undanúrslitum Visa bikarsins. Þær fundu ofjarla sína í Stjörnustúlkum sem unnu verðskuldað og sem leika þá til úrslita við Val um bikarmeistaratitlinn. En árangur ÍBV stelpanna í bikarkeppninni hefur samt verið afar góður, að komast í undanúrslitin.