Atvinnulíf í Vestmannaeyjum á sitt að mestu undir fiskinum í sjónum og góðum samgöngum. Útgerð, fiskvinnsla og afleidd störf í kringum þá atvinnuvegi hafa verið burðarásarnir frá ómuna tíð. Opinber störf eru stór þáttur í okkar atvinnuflóru og ekki má láta deigan síga í baráttunni fyrir því að halda störfum og fjölga þeim á landsbyggðinni. Menntun fullorðina hefur aukist og nú þarf enginn að efast um mikilvægi Háskólasetursins, Visku, Nýsköpunarmiðstöðvarinnar með sýna Fab Lab stofu osfr.