Þriðja leikinn í röð í Íslandsmótinu skilja ÍBV og Breiðablik jöfn með markatölunni 1-1. Báðar viðureignir síðasta sumars enduðu þannig að liðin héldu uppteknum hætti í dag þegar þau mættust á Hásteinsvelli. Gestirnir úr Kópavoginum voru sterkari í fyrri hálfleik og komust yfir en Þórarinn Ingi Valdimarsson jafnaði metin fyrir ÍBV í þeim síðari. Þórarinn skoraði þar með í öðrum leiknum í röð fyrir ÍBV.