Í kvöld heldur áfram 12. umferð Olísdeildar karla þegar ÍBV fær Stjörnuna í heimsókn í Vestmannaeyjum. ÍBV vann fyrri leik liðanna í upphafi tímabils en lánið hefur ekki leikið við Garðbæinga í vetur sem sitja í 10 sæti deildarinnar með sjö stig. ÍBV er í fjórða sæti með 15 stig en bæði lið hafa leikið 11 leiki í vetur. Flautað verður til leiks klukkan 19:30.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst