Orkumótið 2021 fór fram í Eyjum um helgina, dagana 24.-26. júní. Komu þá saman 6. flokkar karla að vanda til þess að keppa í fótbolta. Sólin lék við mótsgesti og var veðrið með besta móti. Lokadagurinn var bjartur og fagur.
Stjarnan-1 tók Orkumótsbikarinn með sér heim í Garðabæinn eftir úrslitaleik við Þór Ak-1. Steinar Karl Jóhannesson kom Stjörnunni yfir í seinni hálfleik en Þórsarinn Vilhjálmur Jökull Arnarsson jafnaði um hæl, voru það einu mörk leiksins. Reglan á mótinu er sú að það lið sem skorar fyrsta mark í öðrum hvorum hálfleiknum situr uppi sem sigurvegari komi til jafnteflis.
ÍBV-3 sigraði Fylki-3 í keppninni um Helliseyjarbikarinn.
Hinrik Helgi Gunnarsson úr ÍBV var eini leikmaður heimamanna í lands- eða pressuliði mótsins, hann var í landsliði 2. Hann á ekki langt að sækja knattspyrnuhæfileikana, en hann er sonur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar.
Nánar verður fjallað um úrslit mótsins í næsta tölublaði Eyjafrétta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst