Með dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem kveðinn var upp síðastliðinn föstudag, var stjórnarmeðlimum Blindrafélagsins, þeim Halldóri Sævari Guðbergssyni, Baldri Snæ Sigurðssyni, Rósu Maríu Hjörvar, Lilju Sveinsdóttur, Guðmundi Rafni Bjarnasyni og Rósu Ragnarsdóttur, gert að greiða Bergvin Oddssyni, fyrrum formanni Blindrafélagsins miskabætur.
Bergvin höfðaði meiðyrðamál á hendur stjórnarmeðlimum Blindrafélagsins vegna yfirlýsingar sem birt var á vefsíðu félagsins, Blind.is þann 22. september árið 2015. Yfirlýsingin laut að viðskiptum Bergvins og annars félagsmanns Blindrafélagsins, þar sem meðal annars var fullyrt að Bergvin hefði vélað ungan mann til að leggja allt sitt sparifé í fasteignabrask honum tengt. Í yfirlýsingunni var því jafnframt lýst að stjórn félagsins hefði samþykkt að rifta ráðningarsamningi formannsins vegna málsins.
Í niðurstöðu héraðsdóms segir orðrétt:
�??Að mati dómsins verða ummælin að véla í samhengi með öðrum ummælum í ályktuninni, ekki skilin með öðrum hætti en verið sé að vísa til þess að stefnandi hafi blekkt viðkomandi einstakling til vafasamra viðskipta og haft af honum allt sparifé hans. Er jafnframt vísað til þess að málið sé komið í hendur á lögmanni. Er þannig gefið í skyn að stefnandi hafi gerst sekur um refsiverða háttsemi, háttsemi sem gæti átt undir 248. gr. eða 253. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, ef rétt væri.�??
Ummælin voru talin ósönnuð og þau dæmd dauð og ómerk, auk þess sem stjórnarmeðlimir voru dæmdir til greiðslu miskabóta, sem fyrr greinir. Var meðal annars vísað til þess að það væri ekki tilgangur eða hlutverk stjórnar Blindrafélagsins að hafa eftirlit með viðskiptum félagsmanna. Að mati dómsins fólu ummælin jafnframt í sér ólögmæta meingerð gegn æru og persónu fyrrum formanns félagsins. �?á voru ummælin talin meinlegri fyrir þær sakir að þau voru borin fram sem hluti rökstuðnings fyrir vantrausti og riftun á ráðningarsamningi og afturköllun skipunar hans í ráð og nefndir sem fulltrúa Blindrafélagsins.