Stöðug umferðaraukning kallar á tvöfaldan Suðurlandsveg
28. júní, 2007

Mikil umræða hefur verið á síðustu misserum um breikkun helstu samgönguæða út frá höfuðborginni og þá hvort eigi að hafa vegi með tveimur akreinum í hvora átt eða svokallaða 2+1 vegi. Hafa fylgjendur síðari kostsins sagt að hann væri nægilegur sérstaklega m.t.t. umferðaröryggis og mun ódýrari þar að auki. Í þessu samhengi er fróðlegt að átta sig á hvernig umferðin hefur þróast á undanförnum árum um Suðurlandsveg og við hverju má búast með sama áframhaldi.

Veruleg aukning hefur orðið á umferðinni á milli Selfoss og Reykjavíkur það sem af er þessu ári. Frá áramótum til 19. júní sl. eða fyrstu 170 daga ársins er umferðaraukningin m.v. sama tíma í fyrra 13.9%. Ef sú aukning helst út árið má reikna með að um 9.300 bílar fari fram hjá Litlu kaffistofunni að meðaltali á sólarhring. Meðfylgjandi línurit sýnir umferðina við Litlu kaffistofuna undanfarin 10 ár. Einnig sést hvernig umferðin verður, annars vegar m.v. þróunina sl.10 ár og hins vegar sl. 5 ár.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst