Vestmannaeyingar skora hátt í könnuninni, stofnun ársins 2017 sem SFR stendur fyrir, eiga stofnun sem er hástökkvari ársins og meðalstóra stofnun sem lendir í öður sæti í sínum flokki.
Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2017 voru kynntar á miðvikudaginn á Hilton Reykjavík Nordica að viðstöddu fjölmenni. Stofnanir ársins eru þrjár, hver í sínum stærðarflokki, auk þess fengu Fyrirmyndarstofnanir viðurkenningu og líka Hástökkvari ársins.
Í flokknum, stórar stofnanir, 50 starfsmenn eða fleiri var Reykjalundur í fyrsta sæti, Ríkisskattstjóri í öðru og Fjölbrautaskóli Suðurnesja í því þriðja.
Yfir meðalstórar stofnanir, með 20 til 49 starfsmenn var Menntaskólinn á Tröllaskaga í fyrsta sæti, Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum í öðru og Einkaleyfastofan í þriðja sæti.
Hástökkvari ársins er svo Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. �?etta eru mikil viðurkenning fyrir Helgu Kristínu Kolbeins, skólameistara Framhaldsskólans og Páleyju Borgþórsdóttur, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum og þeirra fólk.