Í dag, fimmtudaginn 16. febrúar verður haldinn stofnfundur Hollvinasamtaka Hraunbúða í samkomusal Hraunbúða, klukkan 20:00.
Tilgangur félagsins er að aðstoða heimilismenn og bæta aðstöðu þeirra. Einnig að aðstoða aðstandendur við úrlausnir mála er varða skjólstæðinga þeirra, í nánu samráði við yfirstjórn og starfsfólk Hraunbúða.
Markmið félagsins er að stofna sjóð og gefa einstaklingum og fyrirækjum tækifæri
til þess að leggja félaginu lið og þar með að stuðla að bættri aðstöðu vistmanna.
Við hvetjum áhugasama einstaklinga til að mæta á stofnfundinn og taka þátt í starfi félagsins frá byrjun.
Fyrir hönd undirbúningsnefndar
Halldóra Kristín Ágústsdóttir (hallda78@gmail.com)