Stolt af sterkum hópi HSU
27. júní, 2023

Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunnar Suðurlands skrifaði pistil á vefsíðu HSU þar sem hún fór yfir starfsemi og stöðu stofnunarinnar. Tilefni til skrifa má rekja til fréttar sem birtist á vef Eyjafrétta þann 23. júní s.l. þar sem bæjarstjórn Vestmannaeyja lýsti yfir vaxandi áhyggjum af umgjörð og þjónustu stigi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Fréttina má lesa hér: https://eyjafrettir.is/2023/06/23/leggja-til-sjalfstaeda-sjukrastofnun-i-eyjum. 

Heilbrigðisþjónusta er í stöðugri þróun og er það skylda okkar sem þar starfa að sífellt endurskoða þjónustuna með það fyrir augum að gera hana betri og skilvirkari. Formleg sameining Heilbrigðisstofnunar Suðausturlands, Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og Heilbrigðisstofnunarinnar í Vestmannaeyjum tók gildi 1. janúar 2015. Markmiðið með sameiningu þessara heilbrigðisstofnana á Suðurlandi var að styrkja heilbrigðisþjónustu á svæðinu, samnýta fagþekkingu og veita hagkvæmari þjónustu. Hlutverk HSU er að móta, þróa og útfæra heilbrigðisþjónustu í umdæminu og tryggja íbúum Suðurlands og öðrum þjónustuþegum jafnan aðgang að bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á hverju sinni.

HSU rekur í dag heilsugæslu- og sjúkrahús í Vestmannaeyjum, auk þess sem HSU annast rekstur á hjúkrunarheimilinu Hraunbúðum. Í Vestmannaeyjum búa um 4500 manns og einnig sækir fjöldi ferðamanna Eyjarnar heim allt árið um kring.

Í Eyjafréttum birtist frétt þann 23. júní sl. þar sem fram kemur að meðal erinda á fundi bæjarstjórnar þann 22. júní 2023 hafi verið umræða um vaxandi áhyggjur bæjaryfirvalda í Vestmannaeyjum af umgjörð og þjónustustigi á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Þar kemur einnig fram að bæjarstjórn telji mikla annmarka á því hvernig starfsemi stofnunarinnar er stýrt og telja að við núverandi ástand verði ekki unað lengur.

Í tilefni af nefndum áhyggjum bæjarstjórnar mun ég fyrir hönd framkvæmdastjórnar HSU gera greina fyrir starfsemi stofnunarinnar í Vestamannaeyjum, en framkvæmdastjórn vinnur að heilindum að því að tryggja góða heilbrigðisþjónustu í samstarfi við stjórnendur og starfsfólk HSU í Vestmannaeyjum.

Á heilsugæslunni er veitt fjölbreytt þjónusta lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta. Heilsugæslan býður einnig upp á einstaklingsmiðaða heimahjúkrun sem gerir mörgum kleift að búa áfram heima sem þess óska, þrátt fyrir veikindi, heilsubrest eða öldrun. Á heilsugæslunni starfa að jafnaði þrír heilsugæslulæknar. Heildarfjöldi samskipta á heilsugæslunni árið 2022 voru 38.400, þar af voru 28.630 samskipti lækna sem skiptast með eftirfarandi hætti; 10.950 viðtöl, 9.847 rafræn samskipti og 7.333 símtöl auk annarra samskipta.

Árið 2021 var farið af stað með gagngerar endurbætur á heilsugæslunni, sem unnar voru í nánu samstarfi við stafsfólk stöðvarinnar. Í þessum breytingum var m.a. opnuð ný móttaka og eldri inngangi var lokað. Inngangur á jarðhæðinni var endurnýjaður og breyting var gerð til að bæta aðgengi sjúkraflutninga. Í þessum framkvæmdum var unnið að fjölgun bílastæða og jafnframt voru settar upp hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla, en HSU er nú að endurnýja bílaflotann og skipta eldri bílum út fyrir rafmagnsbíla. Samhliða þessum breytingum var afkastageta eldhússins aukin enda hefur stofnunin stækkað umtalsvert á síðustu misserum. Þá hefur fæðingaraðstaða verið endurbætt til muna og margar aðrar breytingar verið gerðar til að tryggja öryggi starfsmanna og skjólstæðinga.

Á hjúkrunar- og lyflækningadeildinni starfa í dag tveir læknar í einu og hálfu stöðugildi auk verktakalækna sem þangað koma að jafnaði eina viku í mánuði. Á deildinni eru 9 hjúkrunarrými og 7 sjúkrarými auk tveggja gæslurýma sem heilsugæslulæknar sinna. Deildin tekur á móti öllum sjúklingum í Vestamannaeyjum en sjúklingar með sjúkdóma sem krefjast sérhæfðrar þjónustu eru fluttir á Landspítala. Á deildinni er rekin göngudeild fyrir krabbameinslyfjagjafir og aðrar sérhæfðar lyfjagjafir. Þar er jafnframt starfandi hjartalæknir sem sinnir almennri móttöku- og framkvæmir hjartaómskoðanir og álagspróf. Meltingaspeglanir eru gerðar í Vestmannaeyjum og sinnir göngudeildin einnig móttöku vegna skimunarrannsókna á augum í samvinnu við augnlæknastöðvarinnar Sjónlag.

Heilbrigðiskerfið er einn af hornsteinum samfélagsins og lögum samkvæmt á grunnheilbrigðisþjónusta að vera tryggð öllum landsmönnum. Það er því áskorun að byggja upp heildrænt heilbrigðiskerfi sem tryggir sjúklingum samfellda þjónustu á réttu þjónustustigi hverju sinni. Þjónusta sérgreinalækna á landsbyggðinni hefur lengi verið áskorun en oftar en ekki reynist erfitt að manna sérfræðistöður utan höfuðborgarsvæðisins. Við vinnum hörðum höndum að því að efla sérfræðiþjónustu eins og kostur er og setjum stefnuna á að þeir sérfræðingar sem starfa hjá HSU sinni öllum starfsstöðvum stofnunarinnar. Á síðasta ári fóru nær 90% heimsókna Sunnlendinga til krabbameinslæknis fram heima í héraði. Þessar tölur sýna glögglega að notendur þjónustunnar kunna vel að meta að fá þjónustuna í nærumhverfinu með tilheyrandi ferða- og tímasparnaði.

Á árinu 2021 var hafist handa við gagngera endurnýjun og uppbyggingu á nýjum tækjabúnaði í Vestmannaeyjum. Bæði hvað varðar stærri búnað og einnig voru minni tækjakaup sett í forgang auk þess að bæta vinnuaðstöðu starfsfólksins. Fest var kaup á nýju fullkomnu röntgentæki sem gjörbreytti vinnuumhverfi geislafræðinga. Jafnframt var keypt nýtt hjartaómtæki. Í þessum framkvæmdum voru gerðar miklar breytingar á húsnæðinu sem hafa heppnast vel. Á sama tíma var tækjabúnaður á rannsóknarstofunni skipt út fyrir nútímalegri tækjabúnaði þar sem hægt var að koma rafrænum tengingum á milli LSH og HSU í Vestmannaeyjum. Þetta var gríðarlega mikilvægur áfangi því með þessum breytingum var öryggi tryggt á umsýslu rannsóknarniðurstaða. Tækjabúnaðurinn sem hér hefur verið greint frá er allur mjög fullkominn og hefur bætt rannsóknaröryggi í Vestamannaeyjum til muna.

Í Vestmannaeyjum hefur augnlæknisþjónusta verið nútímavædd með nýjum búnaði sem hentar til fjarlækninga. Verkefnið hlaut nýsköpunarstyrk stjórnvalda, en aðal fjármögnunin kom frá Lionshreyfingunni. Opnað var á þessa þjónustu í lok ársins 2021 en sérþjálfaður starfsmaður frá HSU tekur á móti skjólstæðingum og framkvæmir þær rannsóknir sem við eiga hverju sinni. Lesið er úr rannsóknunum af augnlæknum Sjónlags í Reykjavík. Er þetta fyrsta og eina verkefnið af þessum toga á landinu.

Á árinu 2021 tók HSU tók við rekstri hjúkrunarheimilisins Hraunbúða í Vestmannaeyjum. Frá þeim tíma hefur verið unnið að miklum breytingum á heimilinu og aðbúnaður verið bættur til muna. Starfsfólkið leggur kapp sitt við að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og að hafa starfsemina heimilislega og fjölbreytta.

Sálfræðingar HSU þjónusta allt Suðurland en hafa meginstarfsstöðvar sínar á Selfossi og í Vestmannaeyjum. Sálfræðingar sinna börnum að 18 ára aldri sem hafa frávik í þroska, hegðun eða líðan. Í lok ársins 2019 var geðheilsuteymi HSU stofnað og sinnir teymið þjónustu um allt Suðurland, þar með talið Vestmannaeyjum. Í teyminu eru geðlæknir, félagsráðgjafar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar og aðrir meðferðarfulltrúar. Meðferð teymisins miðast við skammtímameðferð og samkvæmt geðheilbrigðisáætlun er lögð áhersla á að sinna einstaklingum með kvíða og þunglyndi.

Í upphafi árs 2023 fór af stað undirbúningur fyrir ítarlega greiningarvinnu innan HSU með það fyrir augum að bæta þjónustuna, draga úr álagi starfsfólks og auka starfsánægju, auka skilvirkni og nýta fjármagn á sem bestan hátt. Í maí var boðað til fundar með stjórnendum í Vestmannaeyjum þar sem þessi vinna var kynnt. Í byrjun júní var farið af stað með vinnustofur með starfsfólki og í kjölfar vinnustofanna var síðan send út könnun til að gefa enn fleirum tækifæri til að koma sínum skoðunum á framfæri. Margar góðar hugmyndir hafa komið fram í þessari vinnu og eru næstu skref að kynna þær fyrir starfsfólkinu og koma þeim í framkvæmd. Engar hugmyndir hafa verið uppi um að skerða þjónustuna heldur miklu frekar að bæta hana og á sama tíma að bæta starfsumhverfi lækna og annarra starfsmanna í Eyjum. Greiningarvinnan heldur áfram á næstu vikum og sjáum við mikil tækifæri með aukinni skilvirkni að bæta þjónustuna og ekki síst að draga úr og jafna álag starfsmanna, ásamt því að auka starfsánægju mannauðs HSU í Eyjum.

Framtíðarstefna HSU er skýr og var hún lögð fram í byrjun árs 2020. HSU hefur það að leiðarljósi að vera leiðandi heilbrigðisstofnun á landsvísu og framúrskarandi vinnustaður. Markmiðin sem við setjum okkur eru metnaðarfull og umfangsmikil, en HSU hefur alla burði til að framfylgja framtíðarstefnunni og ná settum markmiðum. HSU stendur eins og margar aðrar heilbrigðisstofnanir frammi fyrir vaxandi þjónustuþörf á ört stækkandi íbúasvæði. Okkar stærsta áskorun í þeim málum er mönnun sem nauðsynleg er til að tryggja fullnægjandi þjónustu á öllum okkar starfsstöðvum. Í þessari vegferð er mikilvægt að efla teymisvinnu og þverfaglegt samstarf innan stofnunarinnar, en þverfagleg þekking og reynsla eykur á skilvirkni þjónustunnar. Innan raða HSU starfar öflugt starfsfólk sem ávallt leggur sig fram við að veita faglega og örugga heilbrigðisþjónustu. Ég get ekki annað en verið stolt af þessum sterka hópi sem gerir HSU að þeirri metnaðarfullri heilbrigðisstofnun sem HSU er. Hvert sem litið er finnum við velvilja starfsmanna til að efla og gera góða hluti enn betri. Með það að veganesti er heilbrigðisþjónustan á Suðurlandi á góðri siglingu í átt að framtíðarsýn HSU sem tekur mið af heilbrigðisstefnu stjórnvalda.

Fyrir hönd framkvæmdarstjórnar HSU,

Díana Óskarsdóttir, forstjóri.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 5 Tbl EF
5. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.