Skipalyftutorfærukeppnin fer fram í Eyjum á laugardag. Torfærufélag Suðurlands og Björgunarfélag Vestmannaeyja standa fyrir keppninni og lofa frábærri skemmtun. Keppendur eru óvenju margir og mikil spenna í loftinu enda langt síðan svo stór keppni hefur verið haldin hér á landi.