Sex starfsmenn hafa unnið í Safnahúsi við skráningarverkefni á vegum Þjóðskjalasafns Íslands. Nú hefur fræðslu- og menningarráði verið tilkynnt að fjárveiting vegna verkefnisins sé runnin út. Í bókun ráðsins kemur fram að útlit sé fyrir að úthlutun fjármagns verði skorin niður um helming og að skráning á manntölum sé bæði brýnt verkefni og atvinnuskapandi.