Sjómannadagshelgin hefst með formlegum hætti á morgun, föstudag með hinu árlega knattspyrnumóti áhafna sem fer fram á Þórsvellinum. Eftir það tekur hver dagskrárliðurinn við af öðrum og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. M.a. verður boðið upp á tónleika, myndlistasýningar, skemmtikvöld með mat, söngkvöld, Sjómannafjör við Friðarhöfn, hátíðardagskrá á Stakkó og margt fleira. Dagskrá Sjómannadagshelgarinnar 2011 má sjá hér að neðan.