Í kvöld klukkan 18:00 tekur ÍBV á móti toppliði Vals á Hásteinsvellinum. Valsliðið hefur undanfarin ár borið höfuð og herðar yfir önnur félög í kvennaboltanum en Eyjastúlkur byrjuðu mótið mjög vel en hafa aðeins hikstað í undanförnum leikjum. Eftir að hafa verið á toppi deildarinnar er ÍBV komið niður í fjórða sæti en sigur í kvöld myndi koma ÍBV aftur upp í toppbaráttuna.