Í gær kom í ljós að stórt bjarg hefur hrunið úr Bjarnarey og í sjó fram. Bjargið var á norð-austurhluta eyjunnar eða þar sem gat var í berginu. Hægt var að sjá í gegnum gatið en jarðvegur eftir hrunið hefur nú lokað gatinu að miklu leyti. „Þetta hafði bara nýskeð þegar við vorum þarna í gær en mér sýnist þetta hafa verið mjög stór hluti sem hefur hrunið þarna niður,“ sagði Tói Vídó sem var á ferð við eyna í gær.