Gordon Strachan, fyrrverandi leikmaður Manchester United og landsliðsþjálfari Skota, fór fögrum orðum um Heimi Hallgrímsson, annan af landsliðsþjálfurum Íslands, á ársfundi skoska knattspyrnusambandsins. �??Hann er eins og ferskur andvari,�?? sagði Strachan en Heimir flutti erindi fyrir forsvarsmenn skoskrar knattspyrnu um hvernig hlúð er að ungum knattspyrnumönnum á Íslandi. Skotar virðast ætla að horfa til Íslands.
�?etta kemur fram á vef BBC. Strachan ásamt Brian McClair, fyrrverandi framherja United, ræddu stöðu skoskrar knattspyrnu á fundinum og vitnuðu báðir í erindi Heimis. McClair lék með United í 11 ár og skoraði 355 mörk fyrir liðið.
Heimir fór í erindi sínu yfir það hvernig Íslandi tókst að hækka sig um 100 sæti á styrkleikalista FIFA. Hann nefndi þar meðal annars knattspyrnuhallirnar og hvernig íslensk börn eru hvött til að æfa fleiri en eina íþrótt fram til tólf ára aldurs. �?á byrji íslensk börn frekar snemma að æfa undir leiðsögn menntaðra þjálfara.
Á vef BBC segir að sveitarfélögin á Íslandi séu reiðubúin til að taka þátt í starfi íþróttafélaganna þar sem íþróttaiðkun hafi sannað forvarnargildi sitt. Rannsóknir hafi sýnt að þeir sem stundi íþróttir séu ólíklegri til að drekka eða neyta eiturlyfja. �??Heimir var eins og ferskur andvari – þetta eru miklu einfaldara en menn halda,�?? sagði Strachan á fundi skoska knattspyrnusambandsins.
Árangur karlalandsliðs Íslands í undankeppni EM hefur vakið mikla athygli út fyrir landsteinana. Liðið tryggði sér sæti á stórmóti í fyrsta skipti en Ísland varð þar með fámennasta þjóðin til að leika á EM.