ÍBV strákarnir eiga verðugt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Haukum í 13. umferðinni í Olísdeild karla í handbolta. Lið gestana situr í efsta sæti deildarinnar með 19 stig en lið ÍBV í því áttunda með 13 stig.
Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Vegna samkomutakmarkana er pláss fyrir 171 áhorfanda á leiknum.
• Allir áhorfendur þurfa að bera andlitsgrímu, óháð aldri eða hvort viðkomandi hefur mótefni eða ekki
• Allir áhorfendur þurfa að sitja í sætum sínum á meðan þeir eru í salnum, óþarfa ráp er ekki æskilegt (m.a. börn)
• Áhorfendur skulu passa að halda a.m.k. 1 meters fjarlægð frá öðrum áhorfendum, nema þegar um tengda aðila er að ræða.
• Við komu á leikstað þurfa starfsmenn leiksins að skrá hjá sér nafn, kennitölu og símanúmer allra áhorfenda
• Börn skulu vera í fylgd með fullorðnum á leikjum
• Sjoppan verður ekki opin og engin barnapössun