Blaðamaður settist niður með Ian Jeffs, þjálfara kvennaliðs ÍBV, fyrir helgi og ræddi við hann um úrslitaleikinn næsta laugardag. Sagði hann m.a að tapleikurinn í fyrra hefði verið góð reynsla fyrir leikmenn sem hafa lært mikið síðan þá. Jafnframt segir hann liðið í góðu standi og leikmenn fullir sjálfstrausts eftir góðan sigur á �?ór/KA í deildinni.
Aðspurður út í sína reynslu af úrslitaleikjum segir Jeffs bikarúrslitin í fyrra hafa verið hans fyrsta skipti. �??�?að er í raun fyrsta skiptið, ég komst aldrei sem leikmaður. �?etta var rosalega gaman og gaman að fá að vera partur af þessu. �?essir leikir eru stærstu leikir ársins í bæði karla- og kvennaboltanum og flott að fá að upplifa þetta.�??
Nálgast alla leiki eins
Hvernig eru svona leikir frábrugðnir öðrum leikjum fyrir þjálfara? �??�?að er svolítið öðruvísi stemning. En sem þjálfari þá verður þú að hafa undirbúninginn eins og þetta sé bara einn annar leikur, það er ekki gott ef leikmenn fara að hugsa of mikið í kringum leikinn. En þetta er vissulega öðruvísi. Allir bikarleikir eru þess eðlis að það þarf einhver að standa uppi sem sigurvegari og það eru engin jafntefli. Maður þarf að vera undirbúinn fyrir framlengingu og vítaspyrnukeppni. En það sem við höfum gert frá fyrstu umferð í bikarnum er að halda okkar rútínu daginn fyrir leik og það er engin breyting. Vonandi náum við bara að klára þetta á 90 mínútum og þurfa ekki að fara í hitt.�??
ÍBV liðið var nokkuð öruggt á punktinum gegn Grindavík í undanúrslitunum en skiljanlega vill þjálfarinn komast hjá því að láta reyna á það aftur. �??Maður veit aldrei hvernig vítaspyrnukeppnir fara og maður stefnir aldrei á að fara þangað. En maður er tilbúinn ef það kemur til þess og við erum búin að æfa það eins og allt annað,�?? segir Jeffs.
Hvernig mun reynslan frá leiknum í fyrra nýtast ykkur núna? �??Fyrir mig og alla leikmennina var þetta í fyrsta skiptið sem við tókum þátt í úrslitaleik. Við fáum náttúrulega skell strax eftir eina og hálfa mínútu þegar við fáum mark á okkur, algjört skítamark. Svo fáum við annað mark á okkur eftir 20 mínútna leik og það var bara of mikið fyrir okkur á einum hálftíma. En við verðum bara að nýta þessar reynslu og byrja frá fyrstu mínútu og ekki láta völlinn og stuðningsmennina hafa neikvæð áhrif á spilamennskuna, heldur njóta þess og vera jákvæð og reyna að læra af leiknum í fyrra og ég er alveg viss um að leikmenn hafa gert það,�?? segir Jeffs.
Spennustigið er væntanlega betur stillt þegar maður hefur gengið í gegnum svona áður? �??Já, það er bara þannig. Leikmenn sem spiluðu ekki leikinn í fyrra geta vonandi litið til þeirra sem spiluðu og lært eitthvað af þeim og fengið leiðsögn,�?? segir Jeffs.
�?ór/KA leikurinn gott búst fyrir úrslitin
Eftir að hafa gert þrjú jafntefli í röð, sigraði ÍBV topplið �?ór/KA í síðasta leik. Jeffs vill þó ekki meina að liðið hafi verið að spila illa heldur náð í stig í erfiðum leikjum. �??�?ó við höfðum ekki unnið þessa leiki þá getur maður samt horft á þetta sem góð stig. Stjarnan á útivelli er gott stig og erum við ánægð með það þrátt fyrir að stefna að sjálfsögðu alltaf á þrjú stig. Leikirnir gegn Grindavík heima og FH úti voru ekki nógu góðir leikir hjá okkur en við áttum skilið að vinna þá báða. Við gáfum þeim mörkin í þessum leikjum og það var ekki eins og þau væru að skapa sér mikið. �?etta var í raun bara okkur að kenna. Svo má ekki gleyma að við höfum ekki tapað í næstum þrjá mánuði þannig ég var ekkert að stressa mig á því að hafa ekki unnið þessa leiki. Við vorum að spila ágætlega á köflum,�?? segir Jeffs sem var virkilega ánægður með sigurinn gegn �?ór/KA. �??�?g er ánægður með karakterinn í liðinu og ég held að fáir hafi séð þetta fyrir sérstaklega í stöðunni 0:2. �?etta sýnir bara að við vildum ekki gefa eftir og halda áfram að vera taplaus á heimavelli. �?etta var virkilega gott búst fyrir úrslitaleikinn.�??
Bendir Jeffs jafnframt á að taflan í deildinni gefi ekki alveg rétta mynd af getu liðanna en þar er �?ór/KA með gott forskot á toppnum. �??�?g þekki þetta vel sem þjálfari og veit að það er lítill munur á fimm efstu liðunum. �?ór/KA hefur að mínu mati verið með heppnina með sér þetta tímabilið, liðið hefði átt að tapa fleiri stigum en það hefur gert. Á góðum degi getur maður unnið öll þessi lið en á vondum degi getur maður líka tapað fyrir þeim öllum, það er rosalega lítill munur finnst mér.�??
�?urfa að hafa góðar gætur á sterkum sóknarmönnum Stjörnunnar
�?að þarf að ganga upp hjá ykkur og hvað þurfið þið að stoppa í þeirra liði svo þið náið hagstæðum úrslitum? �??�?ær eru með gríðarlega sterka sóknarleikmenn í sínu liði og sækja oft á mörgum mönnum. �?ær sækja mikið upp kantana og eru með sterka leikmenn frammi og svo Katrínu þarna í tíunni. �?ær geta búið til færi upp úr engu þannig að við þurfum að spila mjög góðan varnarleik til að vinna þær og sömuleiðis nýta tækifærin okkar þegar þau gefast. Við þurfum að velja réttar sendingar en oft erum við að senda langt þegar við þurfum að senda stutt og öfugt. Við þurfum bara að eiga mjög góðan leik en ég held að þær hugsi nákvæmlega það sama og vita alveg að við getum refsað fyrir mistök. �?etta eru tvö jöfn lið og þetta verður bara 50/50 leikur,�?? segir Jeffs.
Stuðningsmenn geta verið tólfti maðurinn
Aðspurður út í stöðuna á hópnum segir þjálfarinn hana góða. �??�?g veit ekki betur en að allir séu heilir og allir mjög spenntir fyrir verkefninu. Eins og ég segi þá gaf leikurinn gegn �?ór/KA okkur mikið búst, að vera fyrsta liðið til að vinna þær. Leikmenn eru bara spenntir og held ég að þetta verði flottur fótboltaleikur fyrir áhorfendur sem verða vonandi fjölmennir eins og þegar strákarnir voru að spila. �?g hef fulla trú á að við getum unnið baráttuna á milli stuðingsmanna og að þeir verði eins og tólfti maðurinn á vellinum,�?? segir Jeffs og ítrekar að í svona leikjum skipti stuðingurinn öllu máli. �??Leikmenn karlaliðsins töluðu um það eftir leik að þetta hefði verið geggjuð upplifun, að hafa svona stemningu uppi í stúku og vonandi fær kvennaliðið bara það sama. Við viljum bara hafa þetta nákvæmlega eins og vonandi verður útkoman sú sama.�??