Stuttur en eftirminnilegur sjómannsferill
5. júní, 2016
Frá því að ég var lítill stelpa var draumurinn minn að vera sjómaður, eða sjókona eins og sumir myndu vilja orða þetta. �?g gerði tilraun til þess að láta þennan draum minn rætast í janúar 2001 þegar ég fór fimm daga á sjó með Vestmannaey VE 54.
�?g ætlaði mér stóra hluti þegar sjómennskuferillinn minn hófst á bryggjunni einn góðan veðurdag í janúar, þá á sautjánda ári. En sem lítil stelpa var draumurinn minn alltaf að feta í fótspor pabba og verða skipstjóri. Hugsunarhátturinn var ekki flóknari en það, að pabbi færi bara �?�til hliðar um miðjan aldur og prinsessan myndi hoppa um borð og taka við stjórnvölnum. Lítið var hugsað út í allt það sem fylgdi því að vera á sjó. Reglulega fékk ég að fylgja með í stuttar sjóferðir, en þær voru aldrei lengri en hálfur sólarhringur. Allar enduðu þær á svipaðan máta: ég, liggjandi út í horni, hvítari en snjókarl og full vanmáttar.
Nú er komið af því!
Sautján ára ákvað ég að nú skyldi ég herða mig upp og gera þetta eins og manneskja. Nú væri kominn tími til að skella sér í nokkra daga á sjó, drífa mig með strákunum í vinnsluna, kynnast aðeins starfinu um borð, fylgjast með pabba í draumastarfinu mínu og reyna að læra eitthvað af honum. �?g spurði pabba um veðrið næstu daga. Svarið var það sama og alltaf þegar maður spurði hann um sjóveðrið, sem sagt,,fínasta veður�?? framundan! Á þessum tímapunkti var þetta besta hugmynd sem ég hafði fengið í langan tíma. �?egar komið var að brottför mætti ég alsæl á�?� bryggjuna, með tvær stærðarinnar ferðatöskur�?� troðfullar af allskyns dressum, í 10 sentimetra pinnahælum (sem er algjör staðalbúnaður þegar maður leggur upp í ferð eins og þessa) og tilbúin í allt sem�?� lífið myndi bjóða upp á næstu daga. �?g man að ég hugsaði þegar ég labbaði um borð; Djöfulsins töffari ertu Sædís! Nú rætist draumurinn þinn, nú er komið að því!

Bein í baki dröslaðist ég út úr borðsalnum
Fyrsta mál á�?� dagskrá þegar um borð var komið var að drífa sig�?�í borðsalinn til að spjalla við karlana. Kokkurinn�?� hafði bakað þessa girnilegu köku fyrir mig og var�?� tilbúinn með glæsilegan matseðil fyrir næstu daga í �?�tilefni af veru minni um borð. Enda fátt annað í boði en að hafa glæsilegar veitingar á borðum þegar slík sjóprinsessa mætir um borð.
Við vorum ekki komin�?� út fyrir klettsnefið í Vestmannaeyjahöfn þegar ég var�?� farin að síga niður í sófanum og einn hafði orð á því�?� að ég væri orðin eitthvað hvít í framan. Matarlystin�?� var farin að minnka og þarna vissi ég svo sannarlega�?� hvað væri í vændum. �?g hugsaði með mér: hvernig í ósköpunum kem ég mér út úr þessum aðstæðum með sæmd! Hvernig kemst ég til baka ? Bein í baki dröslaðist ég út úr borðsalnum en þegar fram var komið lagðist ég á fjóra fætur og skreið í orðsins fyllstu merkingu inn í klefa til skipstjórans.
�?ar lá ég í fimm sólarhringa og sá lítið annað en þúsund millilítra mæjonesfötuna sem mér var afhent fimmtán mínútum eftir að búið var að sleppa. Mig rámar í að regulega ,í þessari gáfulegu sjóferð minni kom einn og einn áhafnarmeðlimurinn inn og bauð mér vatn eða mat. �?g afþakkaði yfirleitt pent, enda ekkert grín ef ég þurfti að komast á klósettið sem var á hinum endanum á klefanum. Besta ráðið til þess að koma mér þangað var að láta mig detta úr kojunni og rúlla mér svo smátt og smátt yfir. Að komast aftur upp í kojuna var öllu erfiðara, enda tók ég mér oft nokkurra klukkutíma kríu á skítugu klósettgólfinu.
Bað mig vinsamlegast um að leita annað í framtíðinni
�?g fór aldrei í vinnsluna með strákunum í þessari sjóferð, kynnti mér ekki starfið um borð, opnaði ekki þessar risastóru ferðatöskur sem fylgdu mér og komst aldrei upp í brú til pabba til þess að kynnast draumastarfinu mínu. �?g rétt fór þar í gegn þegar ég var borin í land við heimkomu nokkrum kílóum léttari. Aumingja skipstjórinn svaf á dýnu á gólfinu þessa fimm daga og bað mig vinsamlegast að leita eitthvert annað ef ég ætlaði mér í fleiri sjóferðir í framtíðinni, enda búin að æla ofan í allar fataskúffurnar hjá karlgreyinu.�?arna má segja að mínum sjómennskuferli hafi lokið. Hann var stuttur en eftirminnilegur. �?g lærði þó að ,,fínasta veður�?? hjá sjómanni til fjörtíu ára og fínasta veður hjá lítilli draumóramanneskju, er ekki sama veðrið. �?g viðurkenni það þó, að enn þann dag í dag á ég mér þann draum að sigla inn innsiglinguna í Vestmannaeyjum með kjaftfullt skip af verðmætum. Mér skilst nefnilega að sú tilfinning sé alveg stórkostleg! En þangað til að af því verður stend ég stolt á bryggjunni og fylgist með hetjum hafsins og ýminda mér að ég sé ein af þeim.
Til hamingju með daginn kæru sjómenn og fjölskyldur
Sædís Eva Birgisdóttir, draumasjókona
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida EF 7 Tbl 2025
7. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.