Styrkur til tómstunda og íþrótta er réttlætismál
11. desember, 2014
�?hætt er að segja að óánægja ríki meðal foreldra í Vestmannaeyjum eftir að meirihluti bæjarstjórnar hafnaði tillögu minnihlutans um að tekin yrðu upp svokölluð frístundakort til niðurgreiðslu á íþrótta- og tómstundaiðkun barna. Eyjalistinn lagði til að 16 milljónir króna yrði settar í verkefnið svo foreldrar gætu sótt um 25.000 króna niðurgreiðslu fyrir börn sín, hvort sem þau stunda íþróttir eða annað tómstundastarf. Á vettvangi bæjarstjórnar hefur verið rætt um fjármögnun slíkra korta. Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði að tillagan hafi verið felld vegna mikillar óvissu í tekjuáætlun Vestmannaeyjabæjar. Jórunn Einarsdóttir, oddviti minnihlutans, benti á þann möguleika að hækka útsvar, en bæjarstjóri sagði það trú meirihlutans að launþegar ættu að halda sem mestu af launum sínum frekar en að stjórnmálamenn seilist í sem hæst hlutfall þeirra til að deila síðan til baka til fólks.
Frístundakort geti aukið tekjur ÍBV
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrverandi knattspyrnuþjálfari hjá ÍBV, lét til sín taka í umræðunni um frístundakort undir lok veru sinnar í Eyjum í haust. Hann segist hafa rætt málið við Elliða Vignisson bæjarstjóra og fleiri hjá Vestmannaeyjabæ. Sigurður lítur tvíþætt á hugmyndina um frístundakort, annars vegar sé það réttlætismál fyrir foreldra í Vestmannaeyjum að íþrótta- og tómstundastarf hljóti jafna styrki, hins vegar gætu frístundakort leitt til nýrra tekna fyrir félagið. Hann bendir á erfiða skuldastöðu ÍBV í því samhengi en félagið hefur gengið í gegnum mikla fjárhagslega endurskipulagningu undanfarin tvö ár sem hefur breytt stöðunni til hins betra, þó enn sé töluvert í land í þeim efnum.
�?fingagjöld lægri hjá ÍBV en öðrum félögum
�??Undir lok keppnistímabilsins var ég farinn að sjá betur hvernig ÍBV er rekið,�?? segir Sigurður Ragnar í samtali við Eyjafréttir. �??Stór hluti af tekjum félagsins fer í rekstur yngra flokka og ferðalög. �?fingagjöldin eru hins vegar miklu lægri hjá ÍBV en öðrum félögum. �?ar sem iðkendur geta æft handbolta og fótbolta fyrir sama æfingagjaldið fer í raun aðeins helmingurinn af því til reksturs hvorrar greinar, og munurinn nemur tugum þúsunda fyrir hvern iðkanda. �?g tel að ÍBV þurfi að hækka æfingagjöld töluvert til að standa undir kostnaði en þá er hættan sú að foreldrar hafi ekki efni á því að börnin stundi íþróttir. �?ví tel ég eðlilegt að Vestmannaeyjabær komi til móts við fólk með því að bjóða styrk sem má nýta til tómstunda- eða íþróttaiðkunar. Auðvitað er það ákvörðun félagsins hvort æfingagjöld verða hækkuð en mér finnst óeðlilegt að ÍBV borgi tugi milljóna króna í ferðakostnað með rekstrinum,�?? segir Sigurður Ragnar.
Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst