Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti 19. janúar 2023 að auglýsa skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Vestmannaeyja vegna styttingar Hörgeyrargarðs.
Skipulagsbreytingin felur í sér að stytta Hörgeyargarð um allt að 90 m. Ráðgert er að nýta efnið sem taka þarf úr garðinum við viðhald á núverandi hafnarmannvirkjum og aðra uppbyggingu á Heimaey eftir þörfum.
Á þeim tíma þegar garðurinn var gerður var höfnin berskjaldaðari fyrir ágangi sjávar. Nú er svo komið að garðurinn þrengir að siglingu stórra skipa um höfnina og þegar skip liggja við Nausthamarsbryggju hafa myndast aðstæður þar sem tæpt hefur staðið á árekstri.
Skipulagsgögnin eru til sýnis hjá Umhverfis- og framkvæmdasviði Skildingavegi 5, frá og með 24. janúar 2023 til 8. febrúar 2023 og má einnig finna í skipulagsgátt á vefsíðu sveitafélagsins.
Umsagnir og ábendingar berist skriflega til og með 8. febrúar 2023 á netfangið dagny@vestmannaeyjar.is eða í Ráðhúsinu að Kirkjuvegi 50.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst