Nú liggur fyrir að nefnd, sem skoða á möguleikann á göngum milli lands og Eyja, er að skila af sér. En mér finnst dapurlegt að lesa, og þá sérstaklega greinar eftir frambjóðendur sem setið hafa í ríkisstjórnarmeirihluta sl. 7 ár og eru í flokkum, sem m.a. hafa haft undir höndum innviðarráðuneytið og ætla núna, rétt fyrir kosningar að fara að lofa göngum. Ekki mjög trúverðugt, að maður tali nú ekki um þá staðreynd að í sumum tilvikum eru þetta flokkar sem hugsanlega eru ekki að ná manni á þing.
En hvernig er samanburðurinn við frændur okkar í Færeyjum?
Nú liggur fyrir að hafinn er undirbúningur að því að gera göng milli Sandeyjar og Suðureyjar, eða 22,8 km löng og er áætlað að göngin þurfi að fara niður á 180 m dýpi og muni kosta einhverstaðar á milli 80-100 milljarða íslenskra króna, en í Suðurey búa ekki nema innan við 5000 manns, eða svipað og hér í Eyjum, en í dag er Suðurey þjónustuð af ferjunni Smyril sem fer 2-3 ferðir á dag milli Suðureyjar og Tórshavn, en vegalengdin er svipuð og á milli Vestmannaeyja og Þorlákshafna, en Smyril gengur liðlega 20 mílur. Vegalengdin á milli Heimaeyjar og lands er ca. 18 km og myndi því göng að öllum líkindum kosta einhverstaðar á milli 60 og 70 millarða, en það er enginn vafi á því að þau myndu borga sig upp á nokkrum árum eða áratugum.
Svolítið sérstakt að hugsa til þess að frændur okkar í Færeyjum með aðeins liðlega 50 þúsund íbúa skuli fara létt með það að gera hver göngin á eftir öðrum og fjármagna það sjálfir, á meðan hér gerist eiginlega ekki neitt en samt erum við ca. 8 sinnum fleiri heldur en Færeyingar.
Ég ætla því að nota þetta tækifæri og skora hér með á frambjóðendur í suðurkjördæmi að hætta að tala um göng, en lofa þess í stað að þeir munu beita sér fyrir því að klára fjármögnun á rannsóknum á hugsanlegum göngum og taka svo framhaldið eftir það.
Georg Eiður Arnarson





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.