Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í fótbolta töpuðu á Akureyri í dag. Leikurinn fór 2:0 fyrir Þór/KA í Pepsi-deildinni. Sumarið hefur verið erfitt hjá ÍBV og er nú liðið óvænt í fallbaráttu.
„Mér fannst liðin ekki vera að skapa mikið af færum í dag en það voru hornspyrnurnar þeirra sem gerðu gæfumuninn. Við hefðum mátt verjast þeim betur. Sumarið er búið að vera erfitt hjá okkur og mikið um meiðsli en það er ekki afsökun. Við eigum að gera betur og verðum bara að núllstilla okkur eftir þjóðhátíð og safna stigum til að reyna að enda þetta á góðum nótum. Við erum með góða leikmenn og mannskap í að vera mun ofar í töflunni. Við ætlum að fara ofar,“ sagði Sigríður Lára fyrirliði liðsins við mbl.is í dag eftir leikinn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst