Nú virðist staðan í Landeyjahöfn vera að færast í eðlilegt horf því í dag mun Herjólfur sigla samkvæmt sumaráætlun en ekki samkvæmt sjávarföllum eins og undanfarið hefur verið gert, með til heyrandi óþægindum fyrir farþega skipsins. Samkvæmt sumaráætluninni, sem má sjá hér að neðan, mun Herjólfur sigla fjórar ferðir fram og til baka á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum en fimm ferðir hina dagana.