Árleg Sumarhátíð leikskólanna fór fram í gærmorgun í blíðskaparveðri. Farið var í skrúðgöngu í fylgd lögreglunnar þar sem gengið var í takt við trommuslátt Jarls Sigurgeirssonar sem fór fyrir hópnum. Ekki var annað að sjá en að krakkarnir hafi skemmt sér konunglega eins og meðfylgjandi myndir sína.