Samkvæmt yfirliti frá Veðurstofunni var sumarið (júní til september) mjög hagstætt um nær allt land. Það fór þó nokkuð hægt af stað við norðaustur- og austurströndina þar sem fremur kalt var í júní. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 11,0 stig. Ívið hlýrra var sumurin 2003, 1941 og 1939. Sumarið telst því hið fjórða hlýjasta í Reykjavík frá upphafi samfelldra mælinga. Á Akureyri var meðalhiti sumarsins 10,7 stig, það dugir í 9. sæti hlýrra sumra. Í Stykkishólmi var meðalhitinn 10,5 stig, ámóta og 2003 og 2004 og endaði hitinn í sjötta sæti hlýrra sumra.
Mikla hitabylgju gerði víða um land síðustu viku júlímánaðar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst