Sumarmót GV á laugardaginn
24. apríl, 2007

Reyndar hafa sex brautir af 18 verið lokaðar í vetur en hinar tólf hafa verið opnar og leikið á sumarflötunum í allan vetur. �?að þykir einsdæmi hér á landi en þessi tilraun virðist koma vel út hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja þar sem völlurinn kemur vel undan vetri.

Sumarmótið hefst klukkan tíu að morgni laugardags og verður tekið við skráningum á www.golf.is og í símar 481-2363. Um er að ræða höggleik með forgjöf þar sem veitt verða verðlaun fyrir besta skorið en auk þess verða nándarverðlaun á 12. og 17. braut.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst