Um helgina fer fram hin árlega sumarstúlkukeppnin. Í ár eru fjórtán stelpur sem taka þátt og búast má við mjög skemmtilegu kvöldi.
Dagskrá kvöldsins samanstendur af tísku og tónlist en að sjálfsögðu eru stúlkurnar í fararbroddi. Sumarstúlkur koma fram í glæsilegu opnunatriði. Dansatriði frá Súsönnu Georgsdóttur danskennara. Sumarstúlkurnar koma fram í tískusýningu frá versluninni Sölku og 66° norður. Tískusýning frá litlu skvísubúðinni, 35+ og börn. Söngatriði frá Söru Renee Griffin. Myndasýning frá óvissuferð Sumarstúlknanna. Sumarstúlkurnar koma fram í kjólum. Tónlistaratriði. �?rslit kunngjörð. Eftir krýningu mun svo DJ Hjalti Enok halda uppi fjörinu fram eftir nóttu.
Í ár er keppnin haldin í 30. sinn en markmið keppninnar er að stelpurnar síni sína bestu útgeilsun og öðlist aukið sjálfstraust. Í sumarstúlkublaðinu sem fylgdi Eyjafréttum nú í vikunni er hægt að kynnast stelpunum betur, kíkja á myndir af sumarstúlkunum í gegnum árin og margt fleirra skemmtilegt. Myndirnar hér að ofan tók
Bjarni �?ór.
Sumarstúlkublað Eyjafrétta má lesa hér