Myndlistarmaðurinn Sunna Einarsdóttir var með sýningu í anddyri Hótels Vestmannaeyja sem vakti mikla lukku á nýafstaðinni Goslokahátíð. Sunna, sem er að halda sína aðra sýningu, er einungis 12 ára gömul og á svo sannarlega framtíðina fyrir sér á sviði myndlistar. Sunna er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Sunna Einarsdóttir.
Fæðingardagur: 27. nóv 2004.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Fjölskylda: Pabbi heitir Einar Björn, mamma heitir Bryndís, systir mín Margrét Íris og bróðir minn Dagur.
Draumabíllinn: Ferrari, glimer bleikur.
Uppáhaldsmatur: Kjötsúpan hennar ömmu.
Versti matur: Svið og skata.
Uppáhalds vefsíða: �?g er mikið að nota snapchat og instagram.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Popp og mamma og Margrét að syngja, þær eru svo mega falskar.
Aðaláhugamál: Fótbolti, teikna og vera með vinum mínum.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Alexis Sanchez.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Albir og Vestmannaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Arsenal og ÍBV, uppáhalds íþróttamenn eru auðvitað Mikkel, Margrét systir, Dagur og Sísí Lára.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Fótbolta og handbolta.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Skemmtilegar myndir.
Hefur þú alltaf haft áhuga á myndlist: Já, eiginlega.
Verkin hafa vakið mikla athygli og ekki síst fyrir þær sakir að listamaðurinn er einungis 12 ára. Er ekki gaman að fá viðurkenningu fyrir listina sína: Jú, geggjað.
Seldust einhver verk: Já, um 50 myndir á Goslokunum. �?g vill þakka öllum þeim sem keyptu myndir.
Hvaðan færðu þinn innblástur: Ef ég sé krúttleg dýr, þá langar mig að prófa að teikna þau.