Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur heldur tónleika á Kaffi Kró á sunnudagskvöld klukkan 20:30. Þetta er í annað sinn sem Svavar Knútur heimsækir Eyjarnar og leikur tónlist sína fyrir heimamenn en síðustu tónleikar þóttu afar vel heppnaðir. Svavar mun m.a. kynna nýja plötu sína, Ölduslóð, auk þess að leika eldri lög.