�??�?að er einfaldlega óboðlegt að fengin sé ferja til afleysinga fyrir Herjólf sem ræður ekki við siglingar til �?orlákshafnar. �?að er með ólíkindum að þeir sem fari með ferðina skuli ekki hafa unnið heimavinnuna sína betur og verið með þessa hluti á hreinu þegar Herjólfur fer í sína hefðbundnu slipptöku. Í framtíðinni vill maður síðan sjá núverandi Herjólf í þessu hlutverki þegar nýja skipið verður komið og þarf að fara í slipp,�?? segir Trausti Hjaltason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskyldu- og tómstundaráðs um þá sérkennilegu stöðu sem komin er upp í samgöngum til Eyja.
Herjólfur fór í fyrrakvöld til Danmerkur í slipp og Breiðafjarðarferjan Baldur leysir hann af. Sá hængur er á að Baldur hefur ekki leyfi til siglinga í �?orlákshöfn. �?ess vegna voru engar ferðir í gær. Mikil óánægja er með þessu stöðu og segir Trausti það ólíðandi að þeir sem fara með málaflokkinn skuli í sífellu bregðast okkur á þennan hátt.
�??Við erum því orðin langþreytt á því að þurfa stöðugt að vakta nánast alla hluti þegar kemur að samgöngum. �?að styrkir þá skoðun mína að Vestmannaeyjabær yfirtaki ábyrgðina á þessum málaflokki með beinum samningum við ríkið. �?að hefur bara því miður ekki gefist vel að ríkið fari með ferðina, og vont að Vestmannaeyjabær hafi enga beina aðkomu að málaflokknum. Sveigjanleikinn er lítill og skilningurinn ekki mikill á þörfum okkar Eyjamanna. �?essi uppákoma sýnir skilningsleysið ágætlega á okkar helsta hagsmunarmáli.
Í dag er staðan sú að nýja ferjan hefði einfaldlega verið að sigla í Landeyjahöfn. Jafnvel þótt ölduhæð hefði hækkað þá hefði siglingar ekki lagst af heldur hefði nýja ferjan einfaldlega siglt til �?orlákshafnar,�?? sagði Trausti að endingu.
Góðu fréttirnar eru að ölduspá er hagstæð næstu daga. Í dag á ölduhæð í Landeyjahöfn að vera um tveir metrar. Á morgun fer hún lækkandi og verður vel innan við tveir metrar fram að níunda maí eða eins langt og spáin nær.