Hvorki Ingvar G. Ingvarsson oddviti né Sigfríður vildu tjá sig um málið þegar eftir því var leitað að öðru leyti en því að Ingvar sagði drög að starfslokasamningi liggja fyrir og að starf sveitarstjóra verði auglýst laust til umsóknar.
Á fundi hreppsnefndar þann 21. desember síðastliðinn lét Sigfríður bóka eftirfarandi: �?�?ar sem mikil sárindi eru í sveitarfélaginu eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor tel ég að gæta verði vel að því hvernig stjórnsýslan tekur á málum. Mikilvægt er við þær aðstæður að gæta meðalhófs og að jafnræði ríki við meðferð mála. �?ar sem dagskipun K-listans sem myndar meirihluta í hreppsnefnd er að sýna hörku í samskiptum við íbúana sé ég mér ekki annað fært en bóka þetta við þessi tímamót.�?
Á hreppsnefndarfudinum lýstu fylltrúar minnihlutans, C-listans, furðu á að sveitarstjóra skuli vera sagt upp án fundar í sveitarstjórn og án þess að sveitarstjóri hafi fengið áminningu frá sveitarstjórn. Orðrétt segir í bókun minnihlutans: �?Fulltrúar C-lista lýsa fullri ábyrgð á hendur meirihluta sem fer með sveitarfélagið eins og einkafyrirtæki tveggja til þriggja einstaklinga. Ekkert gefur tilefni til að svo harkalega sé gengið fram enda meirihlutinn ekki lagt fram rökstuðning í málinu. Gerð er krafa um að starfið verði auglýst.�?
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst