Svipuð tilraun var gerð í Zimbabwe og við vitum hvernig fór
26. maí, 2011
Heill og sæll Róbert.
Er tilbúinn í þjark og þvarg um breytingar á kvótakerfinu, sem er mér ekkert heilagra en hatrið, fáránleg umræða og ekki síst ósvífið hagsmunapot þeirra sem vilja komast inn í kerfið hefur verið okkur íbúum sjárvarbyggða erfið. Þar spilar líka inn í pólitísk yfirboð til sveitarfélaga, sem fóru ílla út úr því að fiskur var settur í kvóta. Pólitísk afskipti í sjávarútvegsmálum hafa alltaf leitt hörmungar yfir Vestmannaeyjar og nú á að hegna útgerðarmönnum í Eyjum fyrir að hafa staðið saman um að héðan færi sem minnstur kvóti.