Svona er á sjó
17. september, 2014
�?essi túr okkar á Álsey byrjaði alveg ljómandi vel með því að fá 310 m3 hal af makríl í bland við síld. En framhaldið var ekki alveg eins gjöfult og við höfum átt að venjast að undanförnu því ekkert fékkst ofan á þennan afla næsta kvöld og síðustu nótt. En veiðinn er lítil sem engin yfir bjartan daginn og þarna brást næturveiðin alveg, en það eru ekki alltaf jólin á þessu. En góðu fréttirnar eru þær fyrir okkur, er það svar sem ég gat gefið litla Grétari Gylfa mínum sem spurði �?? pabbi hvenær kemur þú eiginlega til Vestmannaeyja?? �?? jú ég verð kominn þegar hann er búinn að sofa þessa nótt, var svar mitt til hans sem gladdi lítið hjarta og þá var OK bæ. Við verðum reyndar aðeins fyrr eða fljótlega eftir miðnætti þá ættum við á Álsey að vera í Eyjum með 310m3 af síld og makríl. En heima í Eyjum höfum við ekki verið síðan í ágúst byrjun, svo það verður gaman að koma heima eftir smá útlegð og sjá þetta blasa við, því það er jú alltaf blíða í Eyjum,…
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst