Sýking í síldarstofninum hefur veruleg áhrif á síldarvinnslu í landinu. Í Vestmannaeyjum hefur verið dregið úr veiðum og ekki er enn ljóst hvort hægt verður að selja síldina til manneldis. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum segir að þetta þýði tekjutap fyrir fyrirtækið og fólk missi vinnu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst