�?egar ákveðið var að hafa jólasveinaþema í Sesseljuhúsi með öllum meðlimum fjölskyldunnar fúlu í fjöllunum, þeim Grýlu, Leppalúða, jólakettinum og strákunum þeirra þrettán var haft samband við Ljósaborgarskóla og falast eftir samstarfi. Vel var tekið í þá bón og úr varð að forstöðumaður Sesseljuhúss heimsótti krakkana og fór með ljóðin um Grýlu, Jólaköttinn og Jólasveinana, öll eftir Jóhannes úr Kötlum.
Síðan fékk hvert barn að draga miða úr jólasveinahúfu þar sem á stóð nafnið á þeim sem þau áttu að teikna. �?á var tekið til óspilltra málanna. Sextán börn tóku þátt í þessu verkefni og stóðu þau sig öll mjög vel og voru bæði jákvæð og dugleg. Einnig eiga umsjónarkennararnir, þær Sonja Björg Ragnhildardóttir og Sólrún Héðinsdóttir, þakkir skilið.
Hvert barn fékk viðurkenningarskjal og handunnið kerti frá Sólheimum að gjöf fyrir þátttökuna og starfsfólki skólans færð gjafakarfa frá Sólheimum. �?að er von Sesseljuhúss að sem flestir líti við á sýningunni og áframhald verði á samstarfinu við Grunnskólann Ljósuborg.
Tekið af www.gogg.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst