Dansbyltingin Milljarður rís fer fram í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja þann 14. febrúar klukkan 12.15-13.00. Þetta er í áttunda sinn sem UN Women á Íslandi heldur viðburðurinn hér á landi og fólk á öllum aldri kemur saman og dansar fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.
Það er óhugnanleg staðreynd að 1 af hverjum 3 konum um heim allan verður fyrir kynbundnu ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni, það er um ein milljón kvenna! Við mjökumst þó hægt í rétta átt og það verður ljósara með hverju árinu sem líður að ofbeldi í garð kvenna verður ekki lengur liðið. Í ár beinir UN Women á Íslandi kastljósinu að stafrænu ofbeldi, sem er sívaxandi vandamál sem Ísland og önnur lönd hafa verið sein að grípa til aðgerða gegn.
Í fyrra var viðburðurinn haldinn í yfir 200 löndum víðs vegar um heiminn, m.a. í Argentínu, Sjíle, Mexíkó, Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Tyrklandi, Ástralíu, Hong Kong og Filipseyjum. Á Íslandi kom fjöldi fólks saman á öllum aldri um allt land og var dansað gegn kynbundnu ofbeldi í Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað, Seyðisfirði, Egilsstöðum, Höfn í Hornafirði, Hómavík, Sauðárkróki og Selfossi. Samtakamátturinn var allsráðandi!
Ekki missa af stærstu dansveislu heims – mætum og dönsum gegn ofbeldi!
Í ár er Milljarður rís haldinn á eftirfarandi stöðum: Hörpu í Reykjavík, félagsheimilinu Herðubreið á Seyðisfirði, Fosshótel á Húsavík, á Egilsstöðum, í Félagsheimilinu á Hólmavík, á Selfossi, í Frystiklefanum á Rifi, í Vestmannaeyjum og í Hofi á Akureyri.
Munið myllumerkið #milljarðurrís og #fokkofbeldi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst