Keppninni Mottumars lauk með formlegum hætti nú rétt fyrir klukkan 20:00 í kvöld. Keppnin fór þannig fram að karlmenn, og reyndar einstaka konur líka, söfnuðu mottum eða yfirvaraskeggi og söfnuðu um leið áheitum sem renna óskert til Krabbameinsfélagsins. Alls söfnuðust 28.795.087 kr. í söfnuninni en Eyjamenn létu sitt ekki eftir liggja og söfnuðu rúmri hálfri milljón samanlagt.