17. júní á Stakkagerðistúni

Þjóðhátíðardeginum er fagnað í dag í Vestmannaeyjum líkt og um land allt, en í dag marka 79 ár frá stofnun lýðveldis á Íslandi á Þingvöllum 1944. Bæjarbúar og gestir létu sig ekki vanta þó sólin hafi gert það. Skrúðganga var gengin í fylgd lögreglu frá Íþróttamiðstöðinni niður á Stakkó. Fánaberar úr Skátafélaginu Faxa leiddu gönguna […]

Margt um að vera á 17. júní

Hátíðar- og skemmtidagskrá fer fram í Vestmannaeyjum í dag í tilefni af 17. júní. Dagskrá: 9:00 Fánar dregnir að húni í bænum 10:30 Hraunbúðir Fjallkonan – Sara Rún Markúsdóttir flytur hátíðarljóð Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Vestmannaeyja 11:30 Einarsstofa Hvatningarverðlaun fræðsluráðs afhent 13:30 Íþróttamiðstöð Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl 13:45. […]

Þjóðhátíðardeginum fagnað í blíðskaparveðri – myndir

Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, var haldinn hátíðlegur í blíðskaparveðri á Stakkagerðistúni í gær. Skrúðganga gekk í takt við tóna Lúðrasveitar Vestmannaeyja, leidd af Skátafélaginu Faxa í fylgd lögreglu, frá Íþróttamiðstöðinni niður að Stakkagerðistúni. Þar tók við hefðbundin dagskrá. Kynnir var Helga Jóhanna Harðardóttir, formaður fjölskyldu og tómstundaráðs. Lúðrasveitin lék, börn af Víkinni sungu, Lóa Baldvinsdóttir […]