Blak fyrir konur

Í haust verður boðið upp á blakæfingar sérstaklega ætlað fyrir konur. Fyrsta æfingin fer fram miðvikudaginn 10. september og eru allar konur hvattar til að mæta og prófa, bæði byrjendur og lengra komnar. Æfingarnar fara fram tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl 19:30 í sal 3 í íþróttahúsinu. (meira…)
Meistararnir mæta ÍA á Hásteinsvelli

Næstsíðasta umferð Lengjudeildar kvenna hefst í kvöld með fjórum viðureignum. Í Eyjum tekur ÍBV á móti ÍA. Eyjaliðið nú þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn með glæsibrag og þar með sæti í Bestudeildinni að ári. Þær hafa sigrað 14 af 16 leikjum mótsins og einungis tapað einum leik, en það var í 1. umferð. Liðið […]
Ally áfram hjá ÍBV

Bandaríska knattspyrnukonan Allison Patricia Clark hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV út næsta keppnistímabil. Ally eins og hún er kölluð er 24 ára miðjumaður sem getur þó leikið í flest öllum sóknarstöðunum einnig. Á þessari leiktíð hefur Ally verið mögnuð í búningi ÍBV, skorað 13 mörk en einnig komið að öðru 21 marki af […]
Framkvæmdaferð um bæinn

Víða um bæinn er verið að framkvæma. Halldór B. Halldórsson veitir okkur hér smá innsýn í hvað er verið að gera hingað og þangað um bæinn. Hann hefur leikinn á hafnarsvæðinu. (meira…)
Fjör og spjall í sviðaveislu Bakkabræðra

Fjárbændur í Eyjum eru allir frístundabændur. Margir þeirra hafa fé á beit í úteyjunum allan ársins hring. Á sunnudag var réttað þremur eyjanna, Bjarnarey, Álsey og Suðurey. Áður hafði verið réttað í Elliðaey og þaðan flutt 240 fjár til lands, bæði lömb og fullorðið fé. Þá er búið að rétta í Ystakletti en réttir á […]
Átta ferða áætlun allt næsta sumar

Greint er frá því í tilkynningu frá Herjólfi ohf. í dag að tekin hafi verið ákvörðun um að sigla átta ferða siglingaáætlun allt næsta sumar. Undanfarin tvö sumur hefur átta ferða áætlun tekið gildi í byrjun júlí og verið í gildi fram í byrjun ágúst. „Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að tekin hefur […]
Vel heppnað þróunarverkefni HSU

Undanfarin misseri hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands unnið að þróunar- og rannsóknarverkefni fyrir svokallaða lífsstílsmóttöku fyrir börn á heilsugæslustöðvum í umdæminu. Verkefnið hefur yfirskriftina ,,Kraftmiklir krakkar” og hefur það markmið að fást við offitu meðal barna með markvissum hætti. Verkefnið hefur gengið afskaplega vel og mikil ánægja ríkir með verkefnið og árangur þess hjá bæði börnum og […]
Herjólfur siglir til Landeyjahafnar á ný

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag og þar til annað verður tilkynnt skv. áætlun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Brottför er frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30,17:00,19:30,22:00. Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15. (meira…)
Sinfó í sundi

Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands fara fram í tíunda sinn í Eldborg í Hörpu föstudaginn 29. ágúst kl. 20:00 í samvinnu við RÚV. Af því tilefni býður Vestmannaeyjabær ásamt sundlaugum víðsvegar um land upp á viðburðinn Sinfó í sundi þar sem sent verður beint út frá tónleikunum á sundstöðum. Þetta kemur fram á vef Vestmannaeyjabæjar. Klassíkin okkar ber […]
Takk fyrir allan meðbyrinn

Kæru vinir. Nú er sumarið senn á enda og haustið að taka við. Þetta verður því annar vetur Vöruhússins og við erum ótrúlega spennt að taka á móti öllum okkar gestum áfram í vetur með fjölbreytt úrval af spennandi réttum og ljúffengum drykkjum. Við viljum vekja athygli á allri okkar þjónustu en Vöruhúsið býður ekki […]