Kampavínsboð og gamla vínbúðin

Bæjarstjórn áformar að flytja bókasafnið í nýtt húsnæði fyrir 650 milljónir (sem ætti þá að enda í milljarði þegar upp er staðið). Hver ástæðan er fyrir því liggur ekki fyrir annað en þau skilaboð að gamla húsnæðið verði „menningarsalur fyrir sveitarfélagið“. Forsvarsmenn ýmissa félagasamtaka og einkageirinn hvísla nú sín á milli hvort þeirra salir séu ekki sæmandi almennilegu kampavínsboði bæjarfulltrúanna og því talið að nauðsynlegt sé […]
Jól barnanna – Kristel Kara

Nafn? Kristel Kara Daðadóttir. Aldur? 9 ára. Fjölskylda? Mamma er Thelma Hrund, pabbi Daði, systir mín heitir Kamilla Dröfn og bróðir minn Rökkvi. Hvað finnst þér skemmtilegast við jólin? Mér finnst skemmtilegast að vera með fjölskyldunni og að hafa gaman. Hvað langar þig mest að fá í jólagjöf í ár? Hund. Hvað finnst þér gott að borða um jólin? Önd eða hamborgarhrygg. […]
Ævisaga séra Braga Friðrikssonar komin út

Á dögunum var bókin Séra Bragi – ævisaga gefin út; umfangsmikil ævisaga séra Braga Friðrikssonar, fyrsta heiðursborgara Garðabæjar og eins áhrifamesta prests landsins á sinni tíð. Ævisaga séra Braga Friðrikssonar er stórbrotin saga brautryðjanda og hugsjónamanns. Hann fæddist við erfiðar aðstæður, gekk í gegnum djúpar raunir en reis upp og hafði mikil áhrif á samtíð sína og framtíð. Hann var prófastur Kjalarnessprófastsdæmis á árunum […]
Þakka ber þeim sem svöruðu

Miðvikudaginn 17. desember sendu Eyjafréttir þingmönnum allra flokka í Suðurkjördæmi póst þar sem óskað var viðbragða við frétt á eyjafrettir.is frá 17. desember vegna samnings utanríkisráðherra við Bretland, Færeyjar og Noreg um makrílveiðar á næsta ári. Þingmennirnir eru Ása Berglind Hjálmarsdóttir Samfylkingu, Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokki fólksins, Guðbrandur Einarsson Viðreisn, Guðrún Hafsteinsdóttir Sjálfstæðisflokki, Halla Hrund Logadóttir Framsóknarflokki. Karl Gauti Hjaltason Miðflokki, Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokki, Sigurður Helgi Pálmason Flokki fólksins, Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynisson Samfylkingu. Þau sem […]
Jólin 2025 (spegill sálarinnar)

Þar sem ég fer nú daglega, ef ég get, út að labba með hundinn minn, þá tók ég eftir því að sennilega voru u.þ.b. 90% Eyjamanna annaðhvort byrjaðir eða búnir að skreyta húsin sín fyrir lok nóvember og bara gaman að því. Eitt af því sem ég sakna pínulítið er sá gamli góði siður, sem […]
Sverrir Páll yfirgefur ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Sverrir Páll Hjaltested er farinn frá ÍBV. Sverrir hafði leikið með ÍBV síðastliðin þrjú ár en samningur hans við félagið rennur út um áramótin. Félagið greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum í dag. Sverrir er 25 ára sóknarmaður. Hann skoraði sex mörk í 26 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð. Árið 2024 skoraði […]
Frændur en engir vinir

Í milliríkjasamningum þar sem gætt er hagsmuna Íslands, skiptir öllu að vel sé haldið á málum frá upphafi því ef þeir bera það með sér að einn samningsaðilinn geti bætt sinn hlut á samningstímabilinu á kostnað annars er samningurinn vondur frá upphafi. Þannig hefur það verið með samninga við frændur okkar Færeyinga. Ísland er með […]
Viðvaranir í öllum landshlutum

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Vestfirðir, Norðurland eystra, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Þá hafa verið gefnar út gular viðvaranir vegna veðurs á þessum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Vestfirðir, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra. Suðurland: Talsverð eða mikil rigning (Gult […]
Allar eyjar og sker í Vestmannaeyjum staðfest eignarland bæjarins

Nú liggur fyrir skýr og endanleg niðurstaða í mikilvægu eignarhaldsmáli Vestmannaeyjabæjar. Staðfest hefur verið að allar eyjar og sker í Vestmannaeyjum, að Surtsey undanskilinni, teljist eignarlönd í skilningi 1. gr. laga nr. 58/1998, um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, sbr. jafnframt a-lið 7. gr. laganna. Eyjar utan strandlína falla undir eignarland Niðurstaðan tekur jafnframt til […]
Uppljómaður kirkjugarður

Kirkjugarður Vestmannaeyja er kominn í jólabúning. Ljósadýrð hvert sem litið er. Halldór B. Halldórsson flaug drónanum yfir garðinn nýverið og má sjá skemmtilegt myndband hans hér að neðan. (meira…)