Herjólfsdalur, bjórhátíð og framkvæmdir

Það er eitt og annað við að vera í Vestmannaeyjum þessa dagana. Halldór B. Halldórsson fór á stjá með myndavélina í gær. Hann byrjaði í Herjólfsdal. Einnig leit hann við í miðbænum þar sem verið var að undirbúa bjórhátíð. Einnig sýnir hann okkur framkvæmdir í miðbænum. Sjón er sögu ríkari! (meira…)

Heildar gjaldtakan hækki frá fyrstu útgáfu frumvarpsins

Nú þegar frumvarp um veiðigjald hefur verið afgreitt úr nefnd með litlum breytingum, virðist vera að þær breytingar sem voru gerðar snúi aðallega að því að lækka gjöld á minni útgerðir auk þess að viðmið í makríl fer úr 100% í 80% af makrílverði í Noregi. Eyjafréttir leituðu viðbragða stjórnarformanns Ísfélagsins, Einars Sigurðssonar vegna þessa. […]

Vita áhrifin á samfélagið sem þau eru kjörin fyrir

Allir þingmenn Suðurkjördæmis fengu boð um að koma á ráðstefnu Eyjafrétta sem haldin var á dögunum vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda. Þrír þingmenn sáu sér fært að mæta. Það voru þau Guðrún Hafsteinsdóttir og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki og Víðir Reynisson frá Samfylkingu. Öll tóku þau til máls á ráðstefnunni. Undanfarna daga hafa birts […]

Gular viðvaranir á sunnanverðu landinu

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og Suðausturlandi. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í dag kl. 13:00 og gildir hún til kl. 01:00 í nótt. Í viðvörunarorðum segir: Austan allhvass eða hvass vindur, 15-20 m/s, undir Eyjafjöllum. Varasamar aðstæður fyrir vegfarendur með aftanívagna eða ökutæki sem taka á sig mikinn […]

Aðgerðir gegn lúpínu

Útbreiðsla alaskalúpínu hefur aukist mikið hér á landi síðustu ár og sækir hún í vaxandi mæli inn í gróið land. Vegna þessa er lúpínan flokkuð sem ágeng tegund og hafa nokkur sveitarfélög ráðist í að eyða henni eða hamla útbreiðslu hennar. Alaskalúpína er upprunnin í Norður-Ameríku. Hún var sennilega fyrst flutt til Íslands sem garðplanta […]

Endurvaldi tölurnar og endaði með milljónir!

Þriðjudaginn 17. júní, á sjálfum þjóðhátíðardegi Íslendinga, hlaut heppinn Íslendingur glæsilegan vinning í EuroJackpot – rúmar 35 milljónir króna! Í tilkynningu frá Getspá segir að vinningshafinn, sem er kona, hafi keypt sjálfvalsmiða í gegnum Lottóappið og ákvað að hreinsa út tölurnar sem komu fyrst upp og fá nýjar í staðinn. Sú ákvörðun reyndist sannarlega skynsöm […]

Eyjakonur áfram á toppnum

Eyja 3L2A1461

Heil umferð fór fram í Lengjudeild kvenna í kvöld þar sem Eyjakonur styrktu stöðu sína á toppnum þegar þær mættu ÍA á Akranesi. Það var Olga Sevcova sem skoraði eina mark leiksins á 39. mínútu þegar Allison Lowrey sendi stundusendingu í gegn og hún kláraði vel. Olga er nú búin að skora 5 mörk í […]

Eyjamenn úr leik í Mjólkurbikarnum

ÍBV eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir að þeir máttu þola svekkjandi 0-1 tap á heimavelli gegn Val í 8-liða úrslitum. Leikurinn byrjaði mjög rólega en eftir um 16. mínútna leik fengu Valsmenn hornspyrnu. Tryggvi Hrafn Haraldsson tók spyrnuna á nærsvæðið og Hólmar Örn Eyjólfsson kláraði af miklu öryggi með góðum skalla. Hvorugt liðið náði […]

Verklok áætluð í sumar

PXL 20250618 131307139.MP

Þau tímamót urðu í vikunni að byggingarkrani sem staðið hefur á athafnasvæði Vinnslustöðvarinnar var tekinn niður eftir tæplega tveggja ára framkvæmdir.  Byggingin er um 5.600 fermetrar sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun uppsjávarafla á efri hæð. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Vinnslustöðvarinnar. Ýmsar áskoranir Bragi Freyr Bragason er verkefnastjóri hjá […]

Nýr vegvísir Evrópusambandsins um jafnrétti kynjanna

Kæru Íslendingar, til hamingju með kvenréttindadaginn. Það er merkilegt að hugsa til þess að íslenskar konur hafi verið með þeim fyrstu í Evrópu til að hljóta kosningarétt á þessum degi árið 1915, fyrir 110 árum síðan og því ber að fagna. Enn fremur þykir mér aðdáunarvert að Ísland skuli ennþá tróna á toppi lista Alþjóðaefnahagsráðsins […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.