Birna Berg og Sandra í A-landsliðið

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari A-landslið kvenna hefur valið 19 manna hóp fyrir komandi verkefni í undankeppni EM 2026. ÍBV á tvo fulltrúa í hópnum en það eru þær Birna Berg Haraldsdóttir og Sandra Erlingsdóttir. Landsliðið kemur saman til æfinga mánudaginn 13. október fyrir undirbúning leikja gegn Færeyjum heima, 15. október og Portúgal ytra, 19, október. Hópinn […]
Þorlákur Árnason áfram hjá ÍBV

Knattspyrnuþjálfarinn Þorlákur Árnason verður áfram þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá félaginu. Þetta eru miklar gleðifréttir enda hefur Láki gert frábæra hluti með liðið á leiktíðinni. Flestir spáðu ÍBV neðsta sæti deildarinnar en liðið hefur siglt lygnan sjó í deildinni í nokkuð langan tíma, þrátt fyrir að meiðsli hafi sett strik í reikninginn hjá liðinu. […]
Samfylking og Sjálfstæðisflokkur stærst í Suðurkjördæmi

Nýverið birtust niðurstöður úr nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Framsóknarflokksins eykst um rúmt prósentustig og nær 6% kysu flokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,2-1,1 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Slétt 34% kysu Samfylkinguna, rösklega 19%. Sjálfstæðisflokkinn, tæplega 13% […]
Samstarf um fjölþætta heilsueflingu framlengt

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri og Janus Guðlaugsson, forsvarsmaður Janusar heilsueflingar, hafa undirritað nýjan samstarfssamning um verkefnið Fjölþætt heilsuefling 60+ í Vestmannaeyjum – Heilsuefling fyrir eldri aldurshópa. Samstarfið, sem hófst árið 2019, hefur skilað afar góðum árangri og mikilli ánægju meðal þátttakenda. Með nýja samningnum er verkefnið nú opið fyrir íbúa 60 ára og eldri en áður […]
Gul viðvörun: Vestanstormur

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir fyrir Suðurland, Faxaflóa og Suðausturland. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi á morgun, miðvikudag kl. 14:00 og gildir hún til kl. 23:00. Í viðvörunarorðum segir: Vestan 15-23 m/s, hvassast syðst með vindhviður að 30-35 m/s við fjöll. Varasöm akstursskilyrði fyrir ökutæki, sem viðkvæm eru fyrir vindum. Suðurland Vestan 3-8 […]
FÍV tilnefndur til Íslensku menntaverðlaunanna 2025

Tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2025 voru kynntar á Rás 2 í gær. Kom þar fram að Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum væri meðal tilnefndra í flokknum framúrskarandi í iðn- og verkmenntun fyrir kennslu í málm- og vélstjórnargreinum. Tilnefningin er mikil viðurkenning fyrir skólann og það metnaðarfulla starf sem unnið er innan hans. Skólinn hefur á undanförnum árum […]
Vigtartorg: Svið og skjálausn í skoðun

Enn á eftir að ljúka framkvæmdum á Vigtartorg. Eftir á að klára svið og skjálausn sem mun nýtast fyrir viðburði og gesti á torginu. Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja var lögð fram tillaga frá E- og H-listum þar sem lagt er til að ljúka framkvæmdum og fela framkvæmdastjóra að skoða útfærslu og kostnað, til að leggja […]
Eyjamenn úr leik í Powerade bikarnum

Karlalið ÍBV í handbolta er úr leik í Powerade bikarnum eftir 27-22 tap gegn Aftureldingu í 16-liða úrslitum. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ í kvöld. ÍBV var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og voru yfir með fjórum mörkum í hálfleik 8-12. Eyjamenn voru yfir framan af í síðari hálfleik og voru með tveggja marka forystu […]
Bókunarstaða skemmtiferðaskipa á Íslandi

Við lok heimsfaraldar hélt jákvæð þróun í fjölgun komu skemmtiferðaskipa til Íslands áfram eftir tveggja ára hlé. Toppi var náð árið 2024, þegar hafnir Íslands þjónustuðu tæplega 100 skip í samtals 1.209 skipakomum sem skiptust þannig að 21,4% af komunum voru í Reykjavík en 78,6% á landsbyggðinni. Þótt ljóst sé að ekki er svipuðum tölum […]
Andlát: Gunnar Marel Tryggvason

(meira…)