Eyjamenn sigruðu HK á útivelli

Karlalið ÍBV lagði HK að velli í 12. umferð Olís deildar karla, í Kórnum í kvöld. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en Eyjamenn komst þremur mörkum yfir um miðbik hálfleiksins. Staðan 14-16 í hálfleik. Liðin skiptust á að vera með forystuna í síðari hálfleik en þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum […]
Andlát: Stefán Runólfsson

Stefán Runólfsson fæddist í Vestmannaeyjum 10. september 1933 og lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 27. nóvember sl.. Stefán hóf ungur að vinna við fiskvinnslu og 16 ára, hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sem aðstoðarverkstjóri og var yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu á árunum 1953–1962. Hann var framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur 1962–1963 og yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni hf. […]
Næstu ferðir til Landeyjahafnar

Herjólfur siglir til Landeyjahafnar í dag samkvæmt áætlun, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir enn fremur að brottför frá Vestmannaeyjum verði kl. 14:30, 17:00, 19:30 og 22:00, og frá Landeyjahöfn kl. 15:45, 18:15, 20:45 og 23:15. Á morgun, laugardag, er stefnt á að sigla einnig til Landeyjahafnar samkvæmt áætlun og þar til annað […]
Spurningum svarað um efnishleðslu í Goðahrauni

Talsverð óánægja hefur komið upp meðal íbúa í vesturbæ Vestmannaeyja vegna umfangsmikillar upphleðslu jarðefna á gamla þvottaplaninu í Goðahrauni. Fjölmargir íbúar hafa lýst yfir áhyggjum af sjónmengun og áhrifum efnisins á nánasta umhverfi. Í kjölfar umfjöllunar á Eyjafréttum var Vestmannaeyjabæ send fyrirspurn um málið, þar sem meðal annars var spurt hver hefði veitt leyfi fyrir […]
Örn Óskarsson látinn

Örn Óskarsson, pípulagningameistari og fv. leikmaður ÍBV og landsliðsmaður í knattspyrnu, lést á Landspítalanum 25. nóvember síðastliðinn, 72 ára að aldri, eftir langvarandi veikindi. Örn fæddist 18. febrúar 1953 í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Foreldrar hans voru Óskar Ólafsson pípulagningameistari og Kristín Jónsdóttir. Var Örn næstyngstur tíu systkina. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Hulda G. […]
„Sóknargjöld skipta Landakirkju gífurlegu máli“

Sóknargjöld hafa lengi verið til umræðu í samfélaginu, bæði hvað varðar upphæð, réttlæti og áhrif á starf kirkjunnar. Ritstjóri Eyjafrétta ræddi við sr. Viðar Stefánsson, prest í Landakirkju um hvernig kerfið virkar, hversu mikið það skiptir söfnuðinn og hvað Eyjamenn ættu að hafa í huga áður en skráning í trúfélag er uppfærð þann 1. desember. […]
Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg

Þar sem ég hef á síðustu misserum farið að tjá mig meira um pólitík langar mig að halda áfram, nú um bæjarmálin. Mér finnst oft eins og umræðan hér í Eyjum sé lágstemmd og að lítið heyrist frá stjórnarandstöðunni. Eins og hún hafi verið dáleidd. Það er eins og meirihlutinn vilji lágmarksumræður svo sem fæstir […]
Herjólfur til Þorlákshafnar

Herjólfur mun sigla til Þorlákshafnar í fyrri ferð dagsins þar sem ófært er til Landeyjahafnar vegna mikillar ölduhæðar. Brottför frá Vestmannaeyjum verður kl. 07:00 og brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Þar segir jafnframt að ferðirnar kl. 08:15, 09:30, 12:00, 13:15, 14:30 og 15:45 falla því niður. Farþegar […]
ÍBV heimsækir HK

Tveir leikir fara fram í 12. umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Fyrri leikur kvöldsins er viðureign HK og ÍBV í Kórnum klukkan 18.30, en stuttu síðar, klukkan 19.00, mætast Fram og FH í Lambhagahöllinni. Eins og áður segir mætast HK og ÍBV í Kórnum. HK hefur átt erfitt uppdráttar í vetur og situr […]
Blikur á lofti í atvinnumálum á landsbyggðinni

Í pistli sem birtur er á vef Starfsgreinasambandsins í dag er varpað skýru ljósi á þá alvarlegu stöðu sem nú blasir við á fjölda atvinnusvæða á landsbyggðinni. Þar segir: Það að dylst engum sem fylgist með umræðunni að blikur eru á lofti í atvinnumálum og innan aðildarfélaga SGS er um þessar mundir barist á öllum […]