Oddný ekki fram aftur

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi mun ekki sækjast eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í komandi þingkosningum. Frá þessu greinir hún á facebook-síðu sinni í kvöld. Þar segir: „Nú þegar boðað er til kosninga með stuttum fyrirvara er rétt að láta ykkur vita strax að ég mun ekki sækjast eftir sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í […]

Gísli sækist eftir fjórða sæti

Gísli Stefánsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum tilkynnti á heimasíðu sinni í kvöld að hann bjóði sig fram í 4. sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum. Tilkynningu Gísla má lesa í heild sinni hér að neðan. „Framundan eru þingkosningar og Sjálfstæðisflokkurinn er farinn á fullt. Ég hef undanfarin 2 ár setið sem bæjarfulltrúi fyrir flokkinn […]

Saumanámskeið í Visku

Viska stendur fyrir saumanámskeiði í Hvíta húsinu dagana 23.-25. október. Námskeiðið er hugsað bæði fyrir byrjendur og lengra komna og munu nemendur meðal annars læra hvernig á að taka upp snið, grunnatriði við breytingar og svo framvegis. Þátttakendur munu svo sauma sér flík að eigin vali. Kennari námskeiðsins er klæðskera- og kjólameistarinn Selma Ragnarsdóttir. ,,Ég […]

Ekki til neins að halda samstarfinu áfram

„Ég get ekki sagt það. Ályktun frá Landsfundi VG um stjórnarsamstarfið við Sjálfstæðisflokkinn og óvarlegar yfirlýsingar nýkjörins formanns VG um samstarfið voru vendipunktur. Þegar stjórnarsamstarfið var endurnýjað eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur var sameinast um mikilvæg mál eins og efnahagsmál, orkumál og útlendingamál. Það kom síðan í ljós að VG ætlaði sér ekki að standa við […]

Jákvætt að hafa raunverulegt pólitískt val

„Staðan í stjórnmálunum í dag er jákvæð að mörgu leiti.  Það er jákvætt að þjóðin hafi fengið valdið til sín og fái að kjósa um hvernig við högum okkar málum næsta kjörtímabilið,“ segir Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi um stöðuna. „Miklir umrótatímar hafa verið á Íslandi um langt skeið. Fyrst eftirmálar banka hrunsins þar […]

Fer Brynjar fram í Suðurkjördæmi?

Á sunnudaginn næstkomandi fundar kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Þar verður tekin fyrir tillaga stjórnar kjördæmisráðs um að viðhafa röðun við val á efstu 6 sætum á framboðslista flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur í dag fjóra þingmenn í kjördæminu, en Birgir Þórarinsson var kosinn fyrir Miðflokkinn. Hann gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn skömmu eftir síðustu […]

Valdið liggur nú hjá kjósendum

„Staðan í íslenskum stjórnmálum er snúin og hefur verið það um dágóða hríð. Það hefur engum dulist að ríkisstjórnarsamstarfið hefur gengið brösuglega og stjórnarflokkarnir ekki náð saman um mikilvæg mál sem brenna á íslensku samfélagi. Það er fáheyrt að einn ríkisstjórnarflokkur álykti á landsfundi sínum um væntanleg endalok ríkisstjórnarinnar auk þess sem sami flokkur hafði […]

Ókláruð mál vegna uppgjafar leiðtoga samstarfsflokka

„Í öllum krísum felast vissulega tækifæri. En það að henda frá sér handklæðinu og gefast upp þegar við erum að verða komin á góðan stað í efnahagsmálunum og mörg brýn verkefni bíða afgreiðslu, er ekki í anda okkar í Framsókn,“ segir Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi um snúna stöðu í stjórnmálunum. „Framsókn hefur […]

Íris bæjarstjóri ekki á leið í landsmálin

„Það hefur talsvert verið skrafað um það á opinberum vettvangi síðustu vikurnar hvort að ég sé á leið inn í landsmálin og það hefur færst í aukana nú þegar ljóst er að Alþingiskosningar standa fyrir dyrum,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu þar sem hún segist ekki vera á leið í landsmálapólitíkina. „Ég er þakklát fyrir […]

Bleikur dagur í GRV

Bleiki dagurinn verður haldinn í Grunnskóla Vestmannaeyja ásamt Víkinni, miðvikudaginn 16. október. Bleiki dagurinn er formlega þann 23. október, en sökum vetarfrís skólans hefur verið ákveðið að halda upp á daginn viku fyrr í skólanum. Nemendur og starfsfólk eru hvött til að klæðast bleiku eða með eitthvað bleikt, til að styðja við þær konur sem […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.