Iðagrænn Hásteinsvöllur – myndir

Það styttist í að hægt verði að leika knattspyrnu á Hásteinsvelli. Nýja grasið er komið á og undanfarna daga hefur verið unniið að lokafrágangi við það. Enn er þó eitthvað eftir. Halldór B. Halldórsson tók meðfylgjandi myndir af vellinum fyrir helgi. (meira…)
Þriggja daga dagskrá á 400 ára minningarári

Á síðasta fundi bæjarráðs var tekið fyrir erindi frá Sögusetrinu 1627. Í erindinu var óskað eftir samstarfi um hlutverk og aðkomu bæjarins í tilefni af því að árið 2027 verða 400 ár liðin frá Tyrkjaráninu í Eyjum. Fram kemur í erindinu að af því tilefni muni Sögusetrið 1627 standa fyrir vandaðri, fjölbreyttri og veglegri þriggja […]
Sextán nemendur útskrifast frá FÍV

Framhaldsskólanum var slitið í dag og útskrifuðust sextán nemar af fjórum mismunandi brautum. Um 250 nemendur voru skráðir til náms á 12 brautum og um 90 áfangar voru kenndir. Fram kom í máli Thelmu Bjarkar Gísladóttur, aðstoðarskólameistara að aðsókn í iðn- og starfsnám sé mikil og miðað við umsóknartölur í gær er rafmagnið vinsælast að […]
Áætla að malbika í næstu viku

Áætlað er að malbikunarframkvæmdir fari fram þann 26. maí – 29. maí nk. Þetta segir í tilkynningu frá umhverfis- og framkvæmdasviði Vestmannaeyjabæjar. Þar segir enn fremur að malbikað verði á eftirfarandi svæðum: Strandvegur, Tangagata, Heiðarvegur, Smáragata, Flatir og Kleifar. Eru íbúar eindregið hvattir til að fjarlægja bifreiðar af ofangreindum götum og halda þeim auðum á […]
ÍBV sækir Val heim

Í gær hófst 8. umferð Bestu deildar karla með sigri Fram á KR. Í dag eru svo fjórir leikir. Á Hlíðarenda taka Valsmenn á móti ÍBV. Liðin eru á svipuðum stað í deildinni. Valur er í áttunda sæti með 9 stig og Eyjamenn í sætinu fyrir neðan með 8 stig. Leikurinn á Hlíðarenda hefst klukkan […]
Framkvæmdir ganga vel í Oddfellow húsinu

Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir síðastliðna mánuði á félagsheimili Oddfellow í Vestmannaeyjum. Halldór B. Halldórsson hefur fylgst vel með framkvæmdum. Fyrst sýnir hann okkur myndir frá í byrjun mánaðarins og svo aftur það sem hann tók 8. maí og að síðustu sjúm við stöðuna í dag. (meira…)
Var hlaupinn uppi af lögreglu

Lögreglan í Eyjum beinir því til bæjarbúa að læsa bifreiðum sínum, en lögreglan fékk útkall fyrr í vikunni vegna aðila sem reyndi að komast inn í ólæsta bíla í bænum. „Rétt rúmlega 03:00 aðfaranótt miðvikudagsins sl. var tilkynnt um hettuklæddan aðila sem var að fara inn í bíla, þegar lögreglumenn komu á staðinn hljóp aðilinn […]
Spretthópi falið að meta Kveikjum neistann

Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefur skipað spretthóp sem ætlað er að meta stöðu tilraunaverkefnisins Kveikjum neistann, árangur þess og tækifæri og koma með tillögur að möguleikum í þróun verkefnisins í þágu barna hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Verkefnið, sem Grunnskóli Vestmannaeyja hóf haustið 2021, miðar að […]
Batamessa á sunnudaginn

Á sunnudaginn verður Batamessa í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn Jónsson og vinir í bata þjóna. Vitnisburður, Matthías og kirkjukórinn sjá um ljúfa tóna. Öðru vísi messuform og sérstök upplifun. Messan hefst klukkan 11, segir í tilkynningu frá skipuleggjendum. (meira…)
Ísfólkið hélt árshátíð í Gdansk

Starfsmannafélag Ísfélagsins, eða Ísfólkið eins og þau kalla sig, lögðu land undir fót á dögunum og héldu upp á árshátíð félagsins í Gdansk í Póllandi. Ferðin fór fram dagana 15.–18. maí og var árshátíðin sjálf haldin á laugardeginum, 17. maí. Vel var mætt, en alls voru 109 manns með mökum. Veislustjóri hátíðarinnar var enginn annar […]