Tinna Ósk verslunarstjóri Icewear

ICEWEAR hefur starfað frá árinu 1972 og lagt áherslu á útivistarfatnað yst sem innst. Vegur Icewear hefur vaxið með hverju ári og er orðið eitt öflugasta fyrirtækið á þessu sviði hér á landi. Icewear opnaði í Vestmannaeyjum árið 2017, fyrst í Básum en er í dag í glæsilegu og rúmgóðu húsnæði í Baldurshaga við Bárustíg. […]

Landsliðsstelpurnar á TM mótinu

Landsliðið og Pessuliðið léku sinn árlega leik á TM mótinu í ár. Leikurinn fór fram á Þórsvelli í frábæru veðri. Það var Landsliðið sem byrjaði leikinn betur og komust í 3-0 en Pressuliðið náði að jafna leikinn í seinni hálfleik og leikurinn endaði 3-3. Kolfinna Lind Tryggvadóttir og Arna Hlín Unnarsdóttir leikmenn ÍBV voru báðar valdar […]

Eyjamenn ekki fleiri í 30 ár

Opf 20250704 155558

​Íbúum Vestmannaeyja fjölgaði um 47 íbúa á tímabilinu frá 1. desember 2024 til 1. júlí 2025, samkvæmt tölum sem eru byggðar á skráningu Þjóðskrár á fjölda einstaklinga sem eru skráðir með búsetu hér á landi. Þann fyrsta júlí sl. stóð íbúafjöldinn í Vestmannaeyjum í 4.765. Á vefsíðu Þjóðskrár eru gefnar upp tölur aftur til ársins […]

Aðstaða fyrir 140 m ekjufraktskip

„Þeir frá Krönum ehf. eru að vinna fyrir okkur að endurbyggingu Gjábakkakants eftir að í ljós kom að þilið er ónýtt,“ sagði Dóra Björk Gunnarsdóttir, hafnarstjóri Vestmannaeyja um framkvæmdir í norðurhöfninni. Er verið að reka niður stálþilið en undanfarið hafa starfsmenn Krana keyrt efni með bryggjukantinum. „Nýr kantur verður þannig að ekjufraktskip eða Róróskip geta […]

Tyrkjaránsdagur 12. júlí 2025

Tyrkjaran Ads 2

Sögusetrið 1627 í Vestmannaeyjum mun að venju í júlímánuði bjóða upp á dagskrá sem tengist Tyrkjaráninu 1627. Á þessu ári eru liðin 398 ár frá því að ræningjar frá Alsír komu hingað til Vestmannaeyja þar sem þeir rændu, rupluðu,  drápu 36 íbúa og tóku 242 manneskjur með sér á þrælamarkaði í Alsír. Þessir atburðir mörkuðu […]

Þetta er góður dagur fyrir okkur Eyjamenn

„Í kvöld var Vestmannaeyjastrengur 5 (VM5) tekin á land í Eyjum, nú eru bæði VM4 og VM5, nýjir rafstrengir Landsnets, komir á land í Eyjum. Fyrsta hluta framkvæmdanna er lokið,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu sinni í gærkvöldi þegar langingaskipið Aura kom að landi í Eyjum. „Tveir nýir rafstrengir hafa verið baráttumál okkar Eyjamanna undan farin ár enda mikið gengið á varðandi raforkuöryggi okkar. Þetta verður alger […]

Fyrsti þingmaður okkar fer á kostum

„Ég er mjög hugsi eftir þessi ummæli 1. þingmanns Suðurkjördæmis, stjórnarþingmannsins Ásthildar Lóu Þórsdóttur á þinginu í gær. Þar gerir hún gerir lítið úr þeim 26 sjávarútvegssveitarfélögum sem hafa skilað inn umsögn af því að þau eru ekki meirihluti sveitarfélaga á landinu og þá á ekki að hlusta á þeirra áhyggjur,“ segir Íris Róbertsdóttir á Fésbókarsíðu sinni […]

Dalur lét sig ekki fyrr en í fulla hnefana

Húsið Dalur sem byggt árið 1906 og var við Kirkjuveg 35 kvaddi í gær þegar stórtækar vinnuvélar réðust að því með kjafti og klóm. Þar lauk ákveðnum kafla í húsasögu Vestmannaeyja um leið og nýr er að hefjast. Víkur Dalur fyrir fjölbýlishúsi sem rís við Sólhlíðina. Óskar Pétur fylgdist með niðurrifinu og skráði með myndavélinni. Það gaf sig ekki […]

VM5 strengurinn á land í Eyjum í kvöld

„Veðrið og öldurnar voru ekki alveg að spila með okkur í gær en eftir smá baráttu tókst okkur að koma strengnum í land á sandinum.  Skipið er nú á siglingu yfir til Vestmannaeyja og ef allt gengur samkvæmt áætlun verður strengurinn dreginn í land í Eyjum um kvöldmatarleytið,“ segir Steinunn Þorsteinsdóttir upplýsingafulltrúi Landsnets við Eyjafréttir […]

Frábæru N1-móti lokið

N1-mót KA fór fram dagana 2. – 5. júlí en frá ÍBV tóku 44 strákar þátt í mótinu, 38 þeirra úr 5. flokki en 6 þeirra lánsmenn frá 6. flokki. Foreldrar fylgdu öllum strákum norður og er það mikilvægur þáttur í að láta mótið ganga sem best fyrir strákana sem upplifa mótið líkt og um […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.