Stelpurnar mæta KA/Þór fyrir norðan

Eyja 3L2A9749

Heil umferð verður leikin í Olís deild kvenna í dag. Á Akureyri tekur KA/Þór á móti ÍBV. Bæði lið sigruðu leiki sína í 1. umferð. Eyjakonur unnu Fram á meðan norðanstúlkur sigruðu Stjörnuna. Flautað verður til leiks klukkan 13.30 í KA heimilinu í dag. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Lau. 13. Sept. 25 […]

Eyjamenn með sigur á Stjörnunni

Karlalið ÍBV í handbolta tók á móti Stjörnunni í annari umferð Olís deildar karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Leiknum lauk með 37-27 sigri heimamanna. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en þegar líða tók á hálfleikinn juku Eyjamenn forskotið og staðan í hálfleik 19-15. Eyjamenn voru með mikla yfirburði í síðari hálfleik. Þegar um […]

Seinkun hjá Baldri vegna bilunar – uppfært

20250909 203208

Baldur átti að sigla frá Landeyjahöfn klukkan 17.00 en var hins vegar að leggja úr höfn þegar þessi frétt er skrifuð kl. 17.50. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta er um að ræða bilun í stjórnbúnaði skipsins sem tókst að gera við. Í tilkynningu frá Herjólfi sem var að birtast á facebook síðu félgsins segir að Baldur sé […]

Veiðar og vinnsla í fullum gangi hjá Vinnslustöðinni

Vsv 24 IMG 6301

Makrílvertíðinni er lokið og nú taka við veiðar á síld og kolmunna hjá Vinnslustöðinni. Haft er eftir Sindra Viðarssyni, sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar á vefsíðu fyrirtækisins að Gullberg VE hafi landað kolmunna í Eyjum á þriðjudaginn og fór aflinn í bræðslu. „Aflinn fékkst í Rósagarðinum. Veiðin er búin að vera mjög góð í kolmunnanum og þeir […]

Ísfélag – Makrílvertíð lokið og síldarvertíð tekur við

Makrílvertíð félagsins gekk vel þar sem allur kvóti félagsins, 22.300 tonn, kláraðist. Fyrstu 5.400 tonnunum var landað í Vestmannaeyjum, en tæplega 17.000 tonnum var landað á starfstöð félagsins á Þórshöfn og var þar met makrílvertíð. Vel gekk að vinna afurðir úr aflanum og á starfsfólk félagsins hrós skilið fyrir að ganga vel til verka. Öll uppsjávarskip félagsins, […]

Baldur með undanþágu til siglinga í Þorlákshöfn

Baldur OPF 20250911 151359

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna á slipptöku Herjólfs og afleysingarskipi á fundi bæjarráðs í gær. Fram kom að Herjólfur sé kominn í slipp í Hafnarfirði, en gert er ráð fyrir að slippurinn taki um tæpar þrjár vikur. Helstu verkefni í slippnum eru einkum tvenn. Annars vegar málun og hins vegar upptaka veltiugganna. Skipið verður […]

Kveikjum neistann – ákváðum að stíga fyrstu skrefin hér

„Upphafið er að Hermundur óskar eftir samtali við okkur í Eyjum um verkefnið Kveikjum neistann , hann hafði rætt við nokkur sveitarfélög sem ekki voru tilbúin að fara í verkefnið. Ég ræddi við skólastjórana okkar Önnu Rós og Einar sem voru strax mjög hrifin og boltinn fer að rúlla. Þegar á gera breytingar á menntakerfinu […]

Kári Kristján á leið í Þór Akureyri?

„Kári Kristján Kristjánsson staðfesti í samtali við Handkastið að hann væri í viðræðum við nýliða Þórs í Olís-deild karla. Handkastið greindi frá því í gær að ,“ segir á handkastid.is og vitnað til þess að samningaviðræður við uppeldisfélagið ÍBV strandaði á ótrúlegan hátt í byrjun ágúst mánaðar. ,,Ég fór norður í byrjun vikunnar að skoða aðstæður og hitta […]

Slippurinn – Ekkert til sparað á lokakvöldi

„Við vitum að þetta sumar á eftir að verða tilfinningaþrungið. Við erum staðráðin í að kveðja með reisn og gera þetta að eftirminnilegu lokasumri. Við opnuðum Slippinn 21. maí sl. og lokakvöldið er 13. september,“  segir Gísli Matthías Auðunsson, listakokkur og hugsjónamaður í viðtali í maí blaði Eyjafrétta. Og nú er komið að því, Slippnum sem ásamt […]

ÍBV og Stjarnan mætast

Tveir leikir fara fram í 2. umferð Olís deildar karla í kvöld. Í Vestmannaeyjum taka heimamenn á móti Stjörnunni. Eyjamenn sigruðu HK í 1. umferð á meðan Stjarnan tapaði gegn Val á heimavelli. Flautað verður til leiks klukkan 18.30 í Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja í kvöld. Leikir dagsins: Dagsetning Tími Umferð Völlur Lið Fös. 12. Sept. 25 […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.