LAXEY lýkur 19 milljarða fjármögnun

default

Í síðustu viku lauk LAXEY hlutafjáraukningu upp á 5 milljarða króna, sem samsvarar um 35 milljónum evra. Þetta er stórt skref í átt að markmiði félagsins um að ná árlegri framleiðslu upp í 10.000 tonn af hágæða landeldislaxi. Jafnframt hefur fyrirtækið gert langtímasamkomulag við Arion banka sem felur í sér bæði endurfjármögnun og stækkun á […]

Eyjastelpur í eldlínunni í Eistlandi

Kristín Klara Óskarsdóttir og Lilja Kristín Svansdóttir, leikmenn ÍBV hafa síðustu daga leikið með U16-ára landsliði Íslands í knattspyrnu á þróunarmóti UEFA í Eistlandi. Á vefsíðu ÍBV segir að þær hafi báðar leikið í öllum leikjunum þremur og spiluðu sínar stöður virkilega vel, Lilja var mest í hægri bakvarðarstöðunni en Kristín lék einnig þar, auk […]

Sjötti flokkur karla tryggði sér Íslandsmeistaratitil

Sjötti flokkur karla í handbolta tryggði sér í gær Íslandsmeistaratitil eftir þeirra síðasta leik á tímabilinu, en þeir tryggðu sér einnig bikarmeistara titil í mars síðastliðnum. Strákarnir hafa átt glæsilegt tímabil, en þarna eru á ferð margir ungir og efnilegir leikmenn. Liðið hefur einungis tapað einum leik á tímabilinu undir öflugri leiðsögn Dóru Sifjar Egilsdóttur, […]

Spútnikliðin mætast í Eyjum

Fimmta umferð Bestu deildar karla hefst í dag með þremur leikjum. Í fyrsta leik dagsins mætast spútniklið deildarinnar, ÍBV og Vestri. Liðunum var báðum spáð falli úr deildinni í spá fulltrúa félaga í Bestu deild karla rétt fyrir mót. Hins vegar hafa bæði lið farið vel af stað og eru þau í þriðja til fjórða […]

Rífandi gangur í saltfiskvinnslu VSV

VSV IMG 7682

„Núna í lok apríl náðum við þeim áfanga í saltfiskvinnslu VSV að hafa unnið úr 5000 tonnum af hráefni á yfirstandandi vetrarvertíð. Það er að langstærstum hluta þorskur sem er saltaður fyrir Portúgalsmarkað en einnig er hluti af þorsknum sem fer til Spánar. Að auki vinnum við ufsa til söltunar en hann endar á mörkuðum […]

Puffin hlaupið í sól og blíðu

The Puffin Run, víðavangshlaupið vinsæla í Vestmannaeyjum fór fram í áttunda sinn í dag. Þar hlupu um 1600 manns 20 kílómetra leið um stórbrotið landslag Heimaeyjar með útsýni yfir eyjar og sund, ýmist sem einstaklingar, í tveggja manna boðhlaupi eða fjögurra manna liðum. Fjöldi manns kom að mótinu sem tíma- og brautarverðir og skemmtu sér […]

Kvennafrídagsins minnst á 1. maí

Drífandi stéttarfélag fagnaði 1. maí í Akóges þar sem þess var sérstaklega minnst að í ár eru 50 ár liðin frá Kvennafrídeginum. Vel var mætt og margt í boði, bæði í orði og tónum auk veglegra veitinga. Guðný Björk Ármannsdóttir, brottflutt Eyjakona flutti ávarp dagsins þar sem 50 ára afmæli Kvennafrídagsins var meginþemað. Tekið var […]

Öflug sveit kölluð til hjá ÍBV -B

Guðmundur Ásgeir Grétarsson, sem á og rekur ÍBV -B kallaði til blaðamannafundar í Gofskálanum 1. maí. Þar greindi hann frá helstu áherslum fyrir næsta tímabil og hverja hann hefur kallað til leiks og starfa. Er valinn maður í hverju rúmi og verður áhugavert að fylgjast með liðinu á komandi tímabili. Þá sem hann nefndi eru […]

Fyrsti deildarleikurinn hjá stelpunum

Í dag hefst Lengjudeild kvenna, en þá fer fram heil umferð. Klukkan 14.00 tekur sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur á móti ÍBV. Leikið er á gervigrasinu í Nettóhöllinni. ÍBV lék á dögunum gegn Gróttu í bikarnum og unnu þar sannfærandi sigur. Vonandi heldur liðið áfram á sigurbraut. Leikir dagsins: (meira…)

Apríl aldrei eins stór í flutningum

farthega_opf

Herjólfur hefur aldrei flutt eins marga farþega og bíla í apríl eins og á þessu ári. Farþegafjöldi fór í fyrsta sinn yfir 30 þúsund og var farþegafjöldi 31.682 í mánuðinum. Í fyrsta sinn fór fjöldi bifreiða yfir 10 þúsund en Herjólfur flutti 10.026 bíla í apríl. Það sem skýrir þennan aukna fjölda er einkum og […]