Í heimsókn hjá sauðfjárbændum

Fjárbændur í Eyjum eru allir frístundabændur. Þeir hafa í mörg horn að líta. Á haustin er það sláturtíðin í fyrirrúmi. Halldór B. Halldórsson fékk að fylgjast með Bjarnareyingum, þegar þeir söguðu niður skrokka í kvöld. Fyrr í dag ræddi Halldór stuttlega við Harald Geir Hlöðversson þar sem hann var að gera allt klárt. Myndbandið má […]
Aukið fjármagn til lengdrar viðveru fatlaðra barna

Bæjarráð Vestmannaeyja hefur samþykkt beiðni fjölskyldu- og fræðslusviðs um að bæta við 1,5 stöðugildum til félagsmiðstöðvarinnar vegna lengdrar viðveru fatlaðra barna og ungmenna eftir skóla. Þjónustan er ætluð börnum og ungmennum á aldrinum 10–18 ára og er liður í lögbundnu verkefni sveitarfélagsins. Aukin eftirspurn eftir þjónustunni hefur gert það nauðsynlegt að festa hana í fast […]
Flogið yfir Heimaey

Það viðraði vel til drónaflugs í morgun. Það nýtti Halldór B. Halldórsson sér. Hann sýnir okkur hér eyjuna úr lofti og einnig eru nokkur skot af jörðu niðri. (meira…)
Helgi Bernódusson: Vestmann(a)eyingur

Það vekur athygli þegar Vestmannaeyjablöðin eru lesin að þar eru íbúar Eyjanna oftast nefndir og skrifaðir „Vestmann-a-eyingar“, gagnstætt málfræði- og stafsetningarreglum og enn fremur eðlilegum framburði. Enginn segir *Vestmann-a-eyingur í eðlilegu tali, heldur „Vestmann-eyingur“. Hér er að verki sú regla í íslensku máli að viðskeytið „-ingur“ tekur oftast aðeins tvö atkvæði á undan sér og […]
Vinnslustöðin selur Þórunni Sveinsdóttur VE

Vinnslustöðin hefur undirritað samning um sölu ísfisktogarans Þórunnar Sveinsdóttur VE-401 til Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði, með fyrirvara um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar. Í kjölfar sölunnar verður um tuttugu starfsmönnum skipsins sagt upp störfum. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að salan sé liður í að lækka skuldir, en jafnframt hefur verið hætt við áform um nýsmíði botnfiskskipa. Þá hefur […]
Baðlón við Skansinn skrefi nær veruleika

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja fjallaði á síðasta fundi sínum um tillögu að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015–2035 vegna fyrirhugaðra áforma um baðlón og hótel á Skanshöfða. Jafnframt var lögð fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Skans og Skanshöfða. Skipulagsáformin voru auglýst samkvæmt skipulagslögum á tímabilinu 8. ágúst til 19. september 2025. Fram kemur í fundargerð að […]
Eyjamenn töpuðu í Vesturbænum

Karlalið ÍBV í fótbolta spilaði gegn KR í 26. umferð Bestu deildar karla í Vesturbænum í dag. Leiknum lauk með 2-1 sigri heimamanna. Eyjamenn fengu mjög gott færi í fyrri hálfleik til að komast yfir þegar Alex Freyr Hilmarsson átti sendingu í gegn á Oliver Heiðarsson sem var kominn einn á móti markverði KR-inga en […]
Álfsnes þarf í slipp

Dýpkunarskipið Álfsnes, sem unnið hefur að dýpkun í Landeyjahöfn undanfarnar vikur, fer í slipp í Hafnarfirði á morgun, mánudag, vegna bilunar sem komið hefur upp í skipinu. Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að vinnan við dýpkun hafi gengið ágætlega að undanförnu, en vegna bilunarinnar þarf að ráðast í viðgerð sem gæti tekið nokkra daga. […]
Bleik messa í Landakirkju

Í dag var haldin bleik messa í Landakirkju, í tilefni af bleikum október. Bleikur október er árleg vitundarvakning og er markmiðið að minna á mikilvægi reglulegra brjóstaskoðana og fræðslu um brjóstakrabbamein. Mánuðurinn er tileinkaður þeim sem greinst hafa, aðstandendum þeirra og minningu þeirra sem hafa látist af völdum sjúkdómsins. Kristín Valtýsdóttir sagði frá starfi Krabbavarna […]
Útboð vegna dýpkunar í Landeyjahöfn í undirbúningi

Á fundi bæjarráðs Vestmannaeyja í vikunni var farið yfir stöðu samgöngumála, þar á meðal framtíðaráform um dýpkun í Landeyjahöfn. Fannar Gíslason, forstöðumaður hafnadeildar Vegagerðarinnar, og Kjartan Elíasson, sérfræðingur hjá Vegagerðinni, kynntu stöðuna í höfninni og næstu skref í verkefninu. Fram kom að samningur við Björgun rennur út í maí 2026 og að stefnt sé að […]