Fiskirí og slippferð

bergey_opf

Ísfisktogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE hafa aflað vel að undanförnu. Bergur kom til heimahafnar í Eyjum með fullfermi aðfaranótt sunnudags og Vestmannaey kom í kjölfar hans einnig með fullfermi. Í viðtali við vef Síldarvinnslunnar segir Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, að hann hafi verið sáttur við túrinn. „Við byrjuðum á Víkinni en flúðum þaðan […]

Spurði ráðherra hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar

default

Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á þingfundi í gær spurði Halla Hrund Logadóttir þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi Daða Má Kristófersson, fjármálaráðherra um hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar. Hvenær er ætlað að útkljá málið? „Mig langar til að beina spurningunni til fjármálaráðherra og spyrja hvað ný afstaða óbyggðanefndar þýði fyrir Vestmannaeyjar. Í niðurstöðunni kemur skýrt fram […]

Jafnrétti í íþróttastarfi

Á Íslandi er staða jafnréttis í íþróttastarfi góð í alþjóðlegum samanburði en enn er verk að vinna. Þetta sýna niðurstöður nýrrar alþjóðlegrar spurningakönnunar um jafnrétti í íþróttum og greint er frá í tilkynningu frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Staðan er góð borið saman við önnur þátttökuríki þrátt fyrir að ekki sé mikið um sértækar aðgerðir til […]

Strandveiðarnar komnar á fullt

K94A2294

Strandveiðarnar eru nú komnar á fullt, en þær hófust fyrir réttri viku síðan. Halldór B. Halldórsson fylgdist með þegar smábátarnir komu til hafnar í Eyjum í dag. (meira…)

Terra svarar til um sorpið

Í síðastliðnum mánuði kynnti fyrirtækið Terra breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. En Terra tók við rekstri og umsjón með sorphirðu í Eyjum í byrjun árs. Davíð Þór Jónsson er framkvæmdastjóri fjármála og tækni hjá Terra. Eyjafréttir ræddu nýverið við hann um reksturinn og gjaldskránna í Eyjum sem hefur verið töluvert í umræðunni. Tekið […]

Skipulagsvinnu við listaverk Ólafs Elíassonar að ljúka

Á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs Vestmannaeyja var lögð fram að lokinni auglýsingu tillaga að breyttu aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035 vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar við listaverk Ólafs Elíassonar við Eldfell og tillaga að deiliskipulagi Eldfells, auk umhverfismatsskýrslu fyrir skipulagsáætlanirnar. Umsagnir bárust frá 4 umsagnaraðilum vegna tillögu að breyttu aðalskipulagi og 5 umsagnir vegna tillögu að deiliskipulagi. Vegna […]

Framkvæmdum miðar ágætlega við Hásteinsvöll

Hasteinsvollur Framkv 20250510 113823

Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs í liðinni viku fór Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar yfir stöðu framkvæmda á Hásteinsvelli. Fram kom að framkvæmdum miði ágætlega áfram og er fjaðurlag komið á meirihluta vallarins. Framkvæmdastjóri sendi tvo tölvupósta á ÍBV íþróttafélag og upplýsti þau um tafir vegna hitalagna og nýja framkvæmdaáætlun. Þar kemur helst […]

Bikarleikur á Þórsvelli

Eyja 3L2A1461

Í dag hefjast 16-liða úrslit bikarkeppni kvenna. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Völsungi. ÍBV sló Gróttu út í síðustu umferð á meðan Völsungur sló Einherja út. ÍBV liðið sem kunnugt er í Lengjudeildinni en Völsungur er í 2. deild. Leikið verður á Þórsvelli í dag og hefst bikarlekurinn klukkan 17.00. Leikir dagsins: (meira…)

Tap gegn KR

Eyja 3L2A1713

ÍBV mátti þola tap gegn KR í gærkvöldi í Bestu deild karla. Enduðu leikar 4-1. KR náði forystunni um miðjan fyrri hálfleik en Eyjamenn jöfnuðu skömmu síðar. Var þar að verki Sigurður Arnar Magnússon sem átti laglegan skalla að  marki sem endaði í netinu. KR bætti svo við öður marki sínu fyrir leikhléi og var […]

Laxey á meðal gesta á Seafood Expo í Barcelona

Eins og greint var frá á dögunum fór hópur frá Vinnslustöðinni á Seafood Expo Global, stærstu sjávarútvegssýningu heims, sem fór fram dagana 6.- 8. maí. Sýningin er haldin árlega og hefur Vinnslustöðin vanalega verið með bás á sýnungunni síðastliðin ár. Með þeim á svæðinu í ár var einnig hópur frá Laxey, þó án eigin báss, […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.